Gripla - 20.12.2006, Blaðsíða 63
GÖRÓTTUR ER DRYKKURINN 61
en eins og þar var getið (4.1) veldur viðskeytið -ótt- u-hljóðvarpi eða u-klofn-
ingu rótarsérhljóðs þar sem það er á annað borð mögulegt; gjróttr getur því
verið myndað hvort sem er af gjar, sbr. (13f–g), eða gjr, sbr. (13h). Eins og
fram hefur komið er til í færeysku nafnorðið gjar ‘hrúðurkarlar notaðir til
beitu’, hvorugkynsorð notað í eintölu, er samsvarar físl. gjr, hvorugkynsorði
er þekkist bæði sem eintölumynd (Höfuðlausn og Konungs skuggsjá) og
fleirtölumynd (Merlínusspá). Þeirri tilgátu hefur verið varpað fram að eintölu-
myndin gjar hafi myndast af fleirtölumyndinni gjör (þ.e. gjr) við áhrifs-
breytingu, eins og lýst var í (22) að framan. Jafnsennilegt virðist þó að eintölu-
myndin gjar sé upprunaleg og fleirtölumyndin gjr hafi fengið safnheitis-
merkingu og verið endurtúlkuð sem eintöluorð; upprunalega eintölumyndin
gjar hefur þá glatast í íslensku en aftur á móti varðveist í færeysku. Orð-
myndunin hefur þá ef til vill verið eins og sýnt er í (24) þar sem helstu merk-
ingartilbrigði gjar, gjr eru sýnd.
(24) no. gjar, gjr
‘e-ð girnilegt’
‘æti’
‘(æti sem) agn, (tál)beita’ ⇒ lo. gjróttr ‘með agni, sem tál er í’
‘ásókn í æti, græðgi’
‘fjöldi, grúi (fugla/dýra í æti)’
4.6 Niðurstaða
Meginniðurstaðan af þessari umræðu um uppruna orðsins gjróttr og skyld
orð er þá eftirfarandi. Nafnorðið gjör, ger hefur að öllum líkindum haft grunn-
merkinguna ‘e-ð girnilegt’ og af því hafa svo æxlast merkingartilbrigði á borð
við ‘æti’, ‘(æti sem) agn, (tál)beita’, ‘ásókn í æti, græðgi’ og ‘fjöldi, grúi
(fugla/dýra í æti)’. Merkingin ‘(æti sem) agn, (tál)beita’ kemur vel heim og
saman við þá merkingu sem í 2. kafla var greind í lýsingarorðinu gjróttr:
‘svikinn, sem tál er í’ sem kannski hefur þá í reynd verið ‘með agni, sem tál er
í’. Því virðist líklegt að lýsingarorðið gjróttr sé dregið af nafnorðinu gjör, ger
og þá er óhjákvæmilegt að gera ráð fyrir að grunnorðið í elstu íslensku hafi
verið gjr en ekki gør. Enn fremur virðist mögulegt að grunnorðið hafi verið
gjar, eintölumynd sem glatast hefur í íslensku en er enn varðveitt í færeysku;
fleirtölumyndin gjr hafi þá fengið safnheitismerkingu og verið endurtúlkuð
sem eintölumynd.