Gripla - 20.12.2006, Blaðsíða 97
UM HÁTTATAL SNORRA STURLUSONAR 95
6. Háttum breytt með máli. Setningaskipan og mótsagnir
6.1 Lengd málsorða (setninga)
Eftir þessa umfjöllun um samstöfur (og innskotið sem segir frá í 4.6) er aftur
vikið að því í inngangi að 9. vísu að lýsa skipulega hvernig háttum er breytt
með máli. Sagt er að með því móti megi breyta hinni fyrstu tölu háttanna (þ.e.
hversu margir þeir séu), en halda hinum tveim síðari (þ.e. fjölda vísuorða og
atkvæða). Hér er aftur komið að umfjöllun um breytileika í „máli“ eða texta,
en að þessu sinni er um að ræða tilbrigði í lengd setninga og fjölda þeirra í
vísum, vísuorðum og vísuhelmingum, og ólíkt því sem var um vísur 5–6 er nú
gert ráð fyrir að afbrigðin skilgreini nýja bragarhætti, þ.e. hafi áhrif á tölu
þeirra.
Fyrstur þessara hátta er sextánmælt (9. vísa), þar sem tvær setningar eru í
hverju vísuorði, síðan áttmælt (10. vísa), þar sem hvert vísuorð er ein setning.
Í 11. vísu er dæmi um þriðja háttinn, þar sem lýkur „máli“ í tveim vísuorðum.
Þessi háttur fær ekkert sérstakt nafn.
Næst koma dæmi um stælt (12. vísa) og hjástælt (13. vísa). Stælt er skil-
greint þannig að annað og þriðja vísuorð séu sér um mál gagnvart hinu fyrsta
og fjórða, „ok er þat stál kallat“ og virðist hér átt við innskotið í tveimur mið-
línum vísuhelmingsins. Stálinu er sem sé skotið inn milli 1. og 4. línu, sem þá
eru saman um mál, a.m.k. í þessari vísu, en ekki er tekið fram berum orðum að
svo þurfi að vera. Hjástælt skilgreinir Snorri þannig að „it fyrsta <vísuorð> ok
annat ok þriðja [séu] sér um mál, ok hefir þó þat mál eina samstƒfun með fullu
orði af *hinu fjórða vísuorði, en þær fimm samstƒfur *er eptir *fara lúka heilu
máli, ok skal orðtak vera forn minni.“ Þessi skilgreining er vissulega nokkuð
flókin, en aðaleinkennið virðist vera sú þræðing sem felst í því að láta fyrsta
orðið í fjórðu línu tengjast tveim fyrri línum. 13. vísa er svona (með letur-
breytingum):
Manndýrðir fá mærðar,
mæt ƒld, fira gæti,
lýtr auðgjafa ítrum
ll. Stóð sær of fjƒllum.
Rjóðvendils gat randa
rœki-Njƒrð at sœkja
hæf ferð var sú harða
heim. Skaut jƒrð úr geima. (13. vísa)