Gripla - 20.12.2006, Blaðsíða 58
GRIPLA56
(19) Orðabók Björns Halldórssonar 1814 (útg. 1992:175)
Gér, n. globus halecum, emergentium ê mari qvando aves illis inhiant,
vocantur ita conjunctim, en stor Mængde Sild der svømmer ovenpaa
Vandet, tillige med Rovfuglene som forfølge dem.
Björn gefur annars vegar merkinguna ‘vaðandi síld’ eða ‘æti’ í „en stor
Mængde Sild der svømmer ovenpaa Vandet“ og hins vegar ‘fjöldi fugla (sem
sækir í ætið)’ í „Rovfuglene som forfølge dem“. Orð Björns verða ekki skilin
á annan veg en þann að orðið ger beri hvora tveggja merkinguna samtímis.
Nátengd merkingunni ‘æti’ er svo merkingin ‘ásókn í æti, græðgi’ sem
kom fram í skýringu Björns Jónssonar á Skarðsá, sbr. (16), og í þýðingu Jóns
Ólafssonar Svefneyings (1786: í orðasafni, sbr. bls. 70). Hér eru því tvö merk-
ingarsvið, ef svo má segja, annars vegar merkingin ‘æti’ og ‘ásókn í æti,
græðgi’ og hins vegar merkingin ‘fjöldi, grúi (fugla/dýra í æti)’. Sú spurning
hlýtur að vakna hvort þessara tveggja merkingarsviða muni vera eldra eða
upprunalegra hjá þessu orði. Hægt er að hugsa sér að ætismerkingin sé upp-
runaleg en smám saman hafi merkingin ‘fjöldi, grúi (fugla/dýra í æti)’ bæst
við, eins og sýnt er í (20a). Jafnauðvelt er þó að ímynda sér þetta á hinn veg-
inn, að upprunalega merkingin sé ‘fjöldi, grúi (fugla/dýra í æti)’ og síðan hafi
orðið einnig farið að vísa til ætisins sem fuglarnir eða dýrin sækja í, sbr. (20b).
(20) a. ‘æti’ → ‘fjöldi, grúi (fugla/dýra í æti)’
b. ‘fjöldi, grúi (fugla/dýra í æti)’ → ‘æti’
Bent hefur verið á samsvarandi nafnorð í færeysku (Jón Helgason 1969:169),
sem sýnt er í (21a) og við það má bæta sögninni í (21b).
(21) Færeyska (Føroysk orðabók 1998, 1:359)
a. gjar hk. et. 1 ‘rúður (serst. á sjóvarklettum) (kastað á sjógv at lokka
fisk serst. seið við á seiðabergi)’, 2 ‘rúður og knústar skeljar til at
gjara út fyri fisk’, 3 (óformlegt) ‘e-t at dyrgja eftir atkvøðum við,
valagn, útgjar’.
b. gjara, -aði 1 ‘kasta gjar o.a. á sjógv at ala fisk til agnið (tá ið ein
stendur á seiðabergi)’, 2 (afleidd merking) ‘nýta valagn o.tíl.’,
politikararnir gjara út við føgrum lyftum.
Nafnorðið er sagt einvörðungu notað í eintölu en Jón Helgason (1969:169)
telur að eintölumyndin gjar sé þannig tilkomin að gjör hafi verið túlkað sem
fleirtölumynd (frekar en eintöluorð með safnheitismerkingu), eins og í dæm-