Gripla - 20.12.2006, Blaðsíða 176
GRIPLA174
Óðinn sjálfur og Hlóðyn, eða hin vermandi jörð. En þetta kemur þó ekki í veg fyrir að þau
voru einnig talin vera jötnar, sem Þór drap í æsku sinni. Það er eðli sérhverrar sannrar goð-
sagnar að draga upp margar myndir af sömu hugmynd, myndir sem eru hið sama og þó ekki
hið sama. Og það er grundvallarhugmynd bæði í grískri og norrænni goðafræði, að sérhver
guð (og guðirnir voru aðeins göfgaðir jötnar, sem sprottnir voru af sömu höfuðskepnum og
þeir) varð, áður en hann gat náð fullum tökum á sinni höfuðskepnu, að drepa þann jötun sem
áður réð yfir henni, og þess vegna bar að skoða hann sem kennara, fósturföður eða föður hins
yngra goðs. Öll tilvera Þórs var eilíf barátta við eldjötna, orminn og ellina, til að vernda
mannkynið fyrir þessum óvættum. Og goðsögnin um átök hans við Elli hjá Útgarða-Loka er
ekki nein seinni tíma afbökun til að draga dár að honum, heldur ævagömul djúphugsuð
goðsögn, sem einnig kemur fram í Völuspá. Í ragnarökum, þar sem Þór drap [Miðgarðs]-
orminn, voru hrímþursar, sem upprunnir voru í árdaga, leiddir fram gegn honum. Það gerði
Hrymr, þ.e. hinn ellihrumi, Elli sjálf á ný, og hið gamla og hrörlega sköpunarverk Börs [Burs]
sona hrundi til grunna. Jafnvel orðin eldur og elli eru af sömu rót; svo náin tengsl eru hér milli
trúar og tungumáls, sem bæði eru runnin frá einni, órannsakanlegri rót. GB.
13 Íslenska skáldið Kormákur Ögmundarson orti veturinn 959-60, þá aðeins 22 ára gamall,
drápu um hinn volduga Sigurð Hlaðajarl. Ef dæma skal af þeim brotum sem varðveitt eru úr
drápunni (6 hálf og eitt heilt erindi) hlýtur hún að hafa verið mjög fögur. Í henni var ekki stef
(eða stefjamál) í miðhluta kvæðisins, eins og algengast var um drápur, heldur hefur Kormákur
í staðinn ort þriðja hluta kvæðisins með þeim hætti sem í Háttalykli Snorra kallast ‘hjástælt’,
þannig að hver vísuhelmingur endar á stuttri setningu sem hefur að geyma gömul og alkunn
sannindi (fornt minni) eða spakmæli, sem kemur í staðinn fyrir stef. Þessar stuttu setningar
hefur Kormákur venjulega valið þannig, að þær gætu jafnframt á einhvern hátt vísað til
frægðar og ágætis þess manns, sem hann orti um. Og þar sem Sigurður jarl var af hinni
gömlu konungsætt Hálogalands, eru þær venjulega sóttar í sagnirnar um þá guði sem taldir
voru standa í nánustu sambandi við þessa ætt og veita henni vernd, Þór, Óðin og Þjaza jötun,
og þess vegna var mikilvægt að hafa þá alla með. Erindið þar sem hann vísar til þess þegar
Óðinn féll úr Veraldartrénu ofan í Hvergemli [Hvergelmi], hljóðar þannig:
Svall, þar er gekk með gjallan
Gauts eld, hinn er styr belldi,
glaðfæðandi gríðar,
gunnr. Komst Uðr úr brunni.
„Gunnur svall (orrustan geisaði), þar sem glaðfæðandi gríðar (fæðandi hests tröllkonu (úlfs),
þ.e. jarlinn) gekk með gjallan (bjartan) eld Gauts (loga Óðins, þ.e. sverð), hinn (sá) sem belldi
styr (hafði í frammi bardaga). Uður (Óðinn) komst brott úr brunninum.“ Skjald. A I:79 (B
I:69). SPÍ.
Hefði Kormákur ort um danskan eða sænskan konung með þessum hætti, hefði hann að
sjálfsögðu sótt sín ‘fornu minni’ í sagnirnar um Heimdall, Ull og Frey, þó að það hljóti samt
alltaf að vera ákvörðun skáldsins sjálfs hve mikið það vill takmarka valfrelsi sitt í þessum
efnum. GB.
íslenskum kvæðum eftir kristna menn notað um krossinn. Áður en jörðin var
sköpuð, hékk Óðinn í greinum Yggdrasils „nætur allar níu,“ og menn litu
einnig á þetta sem fórn, því að það var til að leita visku að hann sökkti sér það-
an í djúp Hvergemlis [Hvergelmis], upphaf og endi tilverunnar, segir Kor-
mákur skáld.13 Hann var þannig talinn hafa fórnað sjálfum sér á Veraldartrénu,