Gripla - 20.12.2006, Blaðsíða 78
GRIPLA76
bragreglum annars vegar og bragfræði hins vegar. Annars vegar eru reglur sem
skáldin og kveðskaparunnendur þekkja og „fylgja“ hvorir með sínum hætti.
Skáldin fylgja reglunum (oft ómeðvitað) þegar þau yrkja og þeir sem njóta
kveðskaparins skynja reglurnar á sinn hátt og heyra hvort rétt er ort, hliðstætt
því að menn heyra hvort sungið er falskt eða ekki, þótt þeir gætu ekki samið
eða flutt lagið skammlaust. Á hinn bóginn verða til meðvitaðar og oft lærðar
kenningar um kveðskapinn.
Í umræðu um íslenskan kveðskap hafa verið settar fram bragfræðireglur,
eins og sú, að báðir stuðlar megi ekki standa í lágkveðum í ferhendri línu, en
vafalaust hafa þau skáld verið til sem hafa fylgt þessu ómeðvitað án þess að
hugsa stöðugt um hákveður eða lágkveður, og eins eru aðrir sem geta lýst
reglunum án þess að hafa brageyra til að skynja hvort þeim er fylgt, nema með
því að setjast niður og telja bragliðina. (Höfundur þessarar greinar er einn af
þeim.) Sá sem hefur hið svokallaða brageyra heyrir um leið hvort vísa er rétt
kveðin eða ekki, þar með er ekki sagt að hann geti alltaf útskýrt fyrir öðrum í
hverju munurinn á réttri kveðandi og rangri sé fólginn. (Á sama hátt er óvíst
hvort sá sem velur á milli þess að segja mér hlakkar eða ég hlakka myndi geta
útskýrt að í öðru tilvikinu sé um að ræða ópersónulega sögn með aukafalls-
frumlagi en í hinu sé nefnifallsfrumlag).
Bragreglur eiga sér þannig tvær hliðar, annars vegar er þeim fylgt með
(tiltölulega) þegjandi samkomulagi skálda og unnenda skáldskapar og hins
vegar er þeim lýst með bragfræðilegum hugtökum, sem fræðimenn búa til.
Hið fyrra mætti kalla bragkunnáttu eða bragfærni (sem þó er ólík hjá skáldum
sem yrkja og ljóðaunnendum sem njóta), en lýsingin á reglunum er hin eigin-
lega bragfræði. Þessi munur á því að hafa bragtilfinningu (réttilega nefnt brag-
eyra) og geta gert „formlega“ grein fyrir þeim með „fræðilegum“ hugtökum
skiptir máli þegar túlka skal verk eins og Háttatal Snorra Sturlusonar. Að því
gefnu að Snorri hafi sjálfur skrifað eða látið skrifa lausamálstexta Háttatals
stöndum við frammi fyrir því að skáldið og fræðimaðurinn er einn og hinn
sami.
einstakar lýsingar á þeim eru (lýsing Stefáns Einarssonar 1945 og Eiríks Rögnvaldssonar
1986 á íslensku beygingarkerfi fjalla í einhverjum skilningi um sama fyrirbrigðið, þótt með
mjög ólíkum hætti sé), er sú að oft eru mállýsendur einnig málnotendur og vísa til eigin
máltilfinningar eða dóma annarra um það sem þeim finnst. Málfræðingar byggja oft lýsingar
sínar á eigin málnotkun, en hin eiginlega málfræði stefnir þó að því að losna úr viðjum
sjálfsskoðunarinnar og reyna að búa til algilt greiningakerfi, sem dugir til að bera saman ólík
tungumál, óháð beinni túlkun málnotendanna sjálfra.