Gripla - 20.12.2006, Blaðsíða 56
GRIPLA54
(17) Úr Merlínusspá í Hauksbók, AM 544 4to (52r26), frá um 1302–10
Hrapa hræva „gior“
hátt gjalla spjƒr
Haukur Erlendsson gerir eðlilega ekki greinarmun á og ø fremur en aðrir
samtíðarmenn hans íslenskir og táknar þar að auki oft framgómkvæði g og k á
undan frammæltum sérhljóðum (Finnur Jónsson 1892–96:xxxvii); rithátturinn
„gior“ er því ekki til þess fallinn að skera úr um hvort orðið muni upphaflega
hafa verið gjr eða gør. Ekki munu vera neinar heimildir tiltækar um aldur og
uppruna Gunnlaugs munks en hafi hann látist um 1218 er ekki ósennilegt að
hann hafi gert greinarmun á og ø í sínu máli, þótt á það verði engar sönnur
færðar. Eigi það við rök að styðjast kallar spjr á rím við gjr en ekki gør.
Merking orðsins gjör gæti hér vísað til fjöldans, ‘fjöldi, grúi’, enda þótt
það sé reyndar í fleirtölu; „Ligene falder dyngevis, spydene runger höjt“, þýðir
Finnur Jónsson (1912–15, B2:37). En jafnframt er hugsanlegt að gjör merki
hér ‘æti, fæða’, eins og lagt er til í Lexicon poeticum (Sveinbjörn Egilsson og
Finnur Jónsson 1931:186), sbr. (14d), þar sem þýtt er „ligenes føde falder,
d.v.s. ligene falder (mændene bliver til lig) for at blive føde (for rovdyr)“;
hræva gjör er þá ‘æti af hræjum’ er fellur til í orrustu. Athygli vekur að hér
virðist gjör notað í fleirtölu en í Höfuðlausn var það eintöluorð en hugsanlega
með safnheitismerkingu (‘fjöldi’).
Þriðja dæmið um gjör er í Konungs skuggsjá, í kafla þar sem sagt er frá
hvölum í hafinu umhverfis Ísland og er þar meðal annars lýst fiski einum mikl-
um og ógurlegum sem nefndur er hafgúfa. Lýsingin á fiski þessum eins og
hún stendur í hinu norska aðalhandriti Konungs skuggsjár, AM 243 b α fol, frá
um 1275, er sýnd í (18a) (útg. Finnur Jónsson 1920:38–39, sbr. Holm-
Olsen 1983:17; samræming stafsetningar og leturbreytingar hér). Í tveimur ís-
lenskum handritum, AM 243 a fol frá um 1450–75 og AM 243 f fol frá um
1500, er þessi lýsing lítillega frábrugðin; þar kemur orðið gjör fyrir, eins og
sýnt er í (18b) (útg. Finnur Jónsson 1920:39.7 og neðanmáls).
(18) Konungs skuggsjá
a. Aðalhandritið AM 243 b α fol
Einn fiskur … Vér köllum hann oftast á vora tungu hafgúfu … þegar
hann skal eta þá gefur hann ropa mikinn upp úr hálsi sér og fylgir
þeim ropa mikil áta svo að alls kyns fiskar þeir er í nánd verða staddir
þá safnast til bæði smáir og stórir og hyggjast að sér skuli aflast þar
matar og góðrar atvinnu.