Gripla - 20.12.2006, Blaðsíða 113
UM HÁTTATAL SNORRA STURLUSONAR 111
8.1 Lengri vísuorð. Kimblabönd, hrynhenda og draughenda
Vísur 59–61 sýna dæmi um kimblabönd, en einkenni þeirra er að við tilteknar
línur er bætt tvílið, sem myndar hendingu við næsta atkvæði á undan. Í
minnstu kimblaböndum er atkvæði bætt við fjórðu línu, en í hinum meiri eru
það jöfnu vísuorðin, og í hinum mestu er bætt við öll vísuorðin:
Hræljóma fellr hrími tími
hár vex of gram sára ára (61. vísa, l. 1–2)
Á eftir vísunni stendur: „Hér fylgir hverju vísuorði kimblaband“, þ.e. þessi við-
bótar bragliður heitir kimblaband og gefur hættinum nafn.
Næstu fjórar vísur sýna mismunandi afbrigði af hrynhendum hætti, sem
einnig er tveimur atkvæðum lengri en venjulegur dróttkvæður háttur, en með
öðru lagi en í kimblaböndum. Fyrri partur fyrstu vísunnar er svona:
Tiggi snýr á ógnar áru
undgagl veit þat sóknar hagli,
yngvi drífr at hreggi hlífa
hjƒrr vélir fjƒr brynju éli (62. vísa, l. 1-4)
Í útskýringum í lausu máli kemur fram að í ójöfnum línum sé tveimur at-
kvæðum bætt framan við línuna, þannig að ef þeim atkvæðum er sleppt, verð-
ur réttur dróttkvæður háttur. Þetta byggist á því að í umræddum línum taka
þessi atkvæði ekki þátt í stuðlun eða rími. Í jöfnu línunum eru það hins vegar
sögð vera atkvæðin á undan síðasta tvíliðnum sem þannig er skotið inn án
þess að taka þátt í rími eða stuðlum. En almenna athugasemdin er að í hryn-
hendum háttum séu „optast átta samstƒfur í vísu<orði>, en hendingar ok
stafaskipti fara sem í dróttkvæðum hætti. Þetta kƒllum vér dróttkvæða hrynj-
andi“ (Edda, Háttatal:27).
Hér má skjóta því inn í að þau tengsl kveðskapar og lausamáls sem koma
fram á þessum stað benda sterklega til þess að sami höfundur sé að lausu máli
og bundnu. Einnig má benda á að sú túlkun sem oft er viðhöfð að hrynhendur
háttur sé þannig myndaður að tvílið sé bætt við dróttkvæða línu, (sem aftur sé
fornyrðislagslína að við bættum tvílið) er ekki skilningur Snorra. Hann gerir
ráð fyrir að viðbótarbragstöðurnar séu framar. Miðað við það er sú túlkun, að
norrænar braglínur smá-lengist í afturendann með viðbótum við form forn-
yrðislags, of mikil einföldun.