Gripla - 20.12.2006, Page 87
UM HÁTTATAL SNORRA STURLUSONAR 85
1993). En einnig er það sagt vera setning hljóðs greinar „er vér kƒllum hend-
ingar“.
Í þessu ljósi mætti e.t.v. stinga upp á þeirri túlkun að greinirnar vísi til
ólíkra hluta atkvæðis, þannig að „máls greinin“ vísi til stuðulsins, þess hluta
atkvæðisins sem stendur fyrir framan sérhljóðið, og greini mál allt þannig, en
að „hljóðs greinin“ taki til mállegs ríms, þ.e. sérhljóðsins og þess sem á eftir
kemur (sbr. Kristján Árnason 2005a:183). Aðgreiningin í langar og skammar
samstöfur og hvassa og lina hljóðs grein á vissulega heima í rími atkvæðisins
(að svo miklu leyti sem hægt er að heimfæra muninn á hvassri og linri hljóðs
grein upp á íslensku), og þessir hlutar atkvæðanna eru virkir í hendingum.
Þetta virðist þó ekki skýra málið mikið, og raunar kemur aðgreiningin í harðar
og linar samstöfur ekki meira við sögu hjá Snorra.
Líklegt er að greiningin í harða og lina hljóðs grein sé með einhverjum
hætti fengin að láni án þess að því fylgi fullur skilningur hvað í henni felst
(sbr. t.d. umfjöllun Ólafs hvítaskálds um „hvassa“, „þunga“ og „umbeygilega“
hljóðs grein og umræðu um það hjá Kristjáni Árnasyni 1993:189 o. áfr.).
Greiningin í langar og skammar samstöfur mætti vissulega nýtast við umfjöll-
un um hrynjandi í tengslum við 7. og 8. vísu, sem síðar mun vikið að, en at-
hyglisvert er að orðin sem þar eru notuð til að greina að ólíkar atkvæðagerðir
eru önnur: talað er um „seinar“ og „skjótar“ samstöfur.
Vissulega er hér ýmislegt óljóst um hvernig túlka skuli, og segja mætti að
þessi fræðilega umfjöllun sé nokkuð í skötulíki á okkar mælikvarða. Aðal-
vandinn virðist vera sá að orðin hljóð og mál eru býsna margræð, og við fáum
ekki að vita nákvæmlega hvaða merking er hér höfð í huga hverju sinni sem
orðin eru notuð. Til viðbótar þessu er sjálft orðið grein nokkuð margrætt.
4.3 Grunnþættir dróttkvæðs háttar. Stafasetning
Eftir innganginn hefst sjálft kvæðið með vísu sem sýnir grundvallareinkenni
dróttkvæðs háttar, stuðlasetningu, hendingar og hrynjandi:
Lætr sár Hákun heitir
hann rekkir lið bannat
jƒrð kann frelsa fyrðum
friðrofs konungr ofsa (1.vísa. l. 1-4)
Í greinargerð sem fylgir er byrjað á því að fjalla um stafasetninguna, sem
„hætti ræðr ok kveðandi gerir“. Og þar er höfuðstafurinn mikilvægastur eins