Gripla - 20.12.2006, Blaðsíða 59
GÖRÓTTUR ER DRYKKURINN 57
inu úr Merlínusspá að framan, og hafi verið mynduð af því eintala að fyrir-
mynd hvorugkynsorða með víxlin ja : jö (a : ö); áhrifsbreytingunni má lýsa
eins og gert er í (22):
(22) nf./þf. ft. fjöll : nf. et. fjall
nf./þf. ft. gjör : nf. et. X; X = gjar
Aðalmerking færeyska orðsins, ‘hrúðurkarlar notaðir til beitu’, bendir óneitan-
lega til þess að ætismerkingin sé komin frá vesturnorræna orðinu sem bæði
íslenska og færeyska orðið eru runnin frá; merkingin ‘fjöldi, grúi (fugla/dýra
í æti)’ í íslenska orðinu hefur því æxlast af upprunalegu merkingunni ‘æti’. At-
hygli vekur einnig hve skýrt er í færeyska orðinu (eða orðunum) að um sé að
ræða ‘(æti sem) agn, (tál)beitu’. Sú merking sást nefnilega einnig í Konungs
skuggsjá, sbr. (18), þar sem hafgúfan ropaði upp gjöri til að egna fyrir fisk, og
er hún þá líklega hluti af hinni upprunalegu merkingu orðsins og gæti hæglega
verið leidd af merkingunni ‘æti’.
Niðurstaðan er þá sú að enda þótt ekki sé mögulegt á grundvelli tiltækra
heimilda að skera úr um það með óyggjandi hætti hver mynd orðsins gjör, ger
muni hafa verið í elstu íslensku megi þó kveða nokkuð skýrar á um merkingu
orðsins en gert hefur verið. Aðallega má greina tvenns konar merkingu eða
merkingarsvið í þeim dæmum sem hér hafa verið rædd, annars vegar ‘æti’,
‘(æti sem) agn, (tál)beita’ eða ‘ásókn í æti, græðgi’ og hins vegar ‘fjöldi, grúi
(fugla/dýra í æti)’. Merkingin ‘æti’ getur átt við öll þrjú elstu íslensku dæmin
um orðið, ‘ásókn í æti, græðgi’ við hið elsta (Höfuðlausn) og í einu dæmanna
(Konungs skuggsjá) kemur ‘(æti sem) agn, (tál)beita’ til greina. Samanburður
við færeyska hvorugkynsorðið gjar ‘hrúðurkarlar til beitu’ bendir til að fyrr-
nefnda merkingarsviðið þar sem ‘æti’ er þungamiðjan sé eldri en merkingin
‘fjöldi, grúi (fugla/dýra í æti)’ og jafnframt að merkingin ‘(æti sem) agn,
(tál)beita’ sé gömul. Áður en þessi niðurstaða verður borin saman við niður-
stöðu okkar hér að framan um lýsingarorðið gjróttr er rétt að huga að upp-
runa orðsins gjör, ger.
4.4 Uppruni hvorugkynsorðsins gjör, ger
Þegar grennslast er fyrir um uppruna orðsins gjör, ger verða fyrir þrjár ólíkar
skýringar. Útbreiddust virðist sú skoðun að gjör, ger sé skylt sögninni gera,
físl. gøra, gera, sbr. fe. gearwian, gierwan ‘útbúa, sjóða’, fsax. gerwian, garu-
wian, fhþ. garawen ‘fullgera, útbúa’, og lýsingarorðinu grr ‘fullbúinn’, sbr.
fe. gearo ‘tilbúinn’, fsax. garu ‘tilbúinn, útbúinn, skreyttur’, fhþ. garo, gara-