Gripla - 20.12.2006, Blaðsíða 122
GRIPLA120
með norrænum skáldum. Hugmyndin um mikilvægi stuðlanna byggist því
vafalaust á viðteknum norrænum hugmyndum.
Hinn þátturinn sem að mati höfundar ræður mestu í dróttkvæðum brag-
formum (fyrir utan það sem snýr að myndmáli og kenningum) eru hending-
arnar. En til að lýsa hrynjandi er einnig notuð formdeildin tala samstafna í
vísuorði. Aðgreiningin í skjótar og seinar samstöfur (þungar og léttar sam-
kvæmt nútíma greiningakerfi) er upplýsandi um form háttanna og sýnir að í
rauninni var það bragstaðan, frekar en samstafan sem slík, sem var grunn-
einingin í hrynjandinni. En bragstaðan var aftur skilgreind út frá samstöfunni
sem máleiningu, enda var atkvæðatalning einkenni á skáldaháttum (ólíkt eddu-
háttum, sem töldu orð).
Þótt margvíslegan lærdóm megi draga af umfjöllun Háttatals um brag-
formin má segja að þau tæki sem notuð eru til að lýsa hrynjandi séu tiltölulega
ófullkomin. Lítið sem ekkert er fjallað um muninn á veikri og sterkri brag-
stöðu, en greinilegt er að slíkt skipti máli í dróttkvæðum. Einu meðulin sem
höfundi eru tiltæk til að lýsa styrk eða bragkerfislegri upphefð eru stuðlar og
hendingar.
Hugsanlegt er að skilningur á samstöfum, gildi þeirra og mismunandi
þunga sé að einhverju leyti fenginn erlendis frá, en ekki virðist ástæða til að
leita sérstaklega að slíkum áhrifum. Slíkur lærdómur gat verið heimafenginn.
Ljóst er t.d. af frásögn Morkinskinnu af samskiptum Haralds harðráða við
skáld sín (sjá Morkinskinnu 1932:234 o. áfr. og einnig Turville-Petre 1966), að
skáld voru meðvituð um misjafnan þunga eða lengd atkvæða, svo ekki þurfti
erlendan lærdóm til að ná utan um þá þætti. Það vekur sérstaka athygli að
tilraunir til að lýsa hrynjandi styðjast ekki við greiningu í bragliði, eins og
hefð var fyrir í lýsingu á klassískum kveðskap, þótt slík greining hefði að
sumu leyti fallið vel að formum skáldaháttanna.
Þótt greina megi erlend áhrif á einstaka þætti í fræðimennsku Háttatals
(svo sem í innganginum og þeirri staðreynd að fjöldi vísna er nálægt 100 – í
latneskum bragfræðiritum var algengt að sýna dæmi um hundrað bragarhætti
(centimetrum), (sbr. Eddu, Háttatal:74), er það fyrst og fremst þjóðlegt verk,
enda myndar það hluta af Eddu, sem fjallar um norræn fræði. Kveðskapurinn
sjálfur er í hæsta máta þjóðlegur að efni og formi og óþarft að gera ráð fyrir
erlendum fyrirmyndum þar. Í þessari grein hefur auðvitað ekki verið grafist
fyrir um öll hugsanleg slík áhrif, en hin almenna niðurstaða af athuguninni er
að fátt í braglýsingunni sé þess eðlis að leita þurfi beinna erlendra fyrirmynda.
Ekki hefur neitt komið fram í þessari athugun sem bendir til annars en að
sami höfundur sé að mestu leyti að bundnu og óbundnu máli í Háttatali, og að