Gripla - 20.12.2006, Blaðsíða 48
GRIPLA46
Rithátturinn „giorottr“ (13v16) hjá skrifara NKS 1824 b 4to gefur því enga
vísbendingu um hvort orðið muni frekar runnið úr eldra gøróttr eða gjróttr;
hvort tveggja hefði getað birst sem „giorottr“ í stafsetningu hans.
Öðru máli gegnir um skrifara Konungsbókar eddukvæða, GKS 2365 4to,
sem skrifað hefur á síðari hluta þrettándu aldar, meira en öld fyrr en skrifari
NKS 1824 b 4to. Engin dæmi er að finna í stafsetningu hans um að hann tákni
framgómkvæði g á undan upprunalegu ø. Í (10) eru sýnd nokkur dæmi um
táknun hans á upprunalegu gø- með vísunum í blað og línu í handritinu (ljóspr.
útg. Vésteinn Ólason og Guðvarður Már Gunnlaugsson 2001).
(10) Dæmi um táknun físl. gø- í Konungsbók eddukvæða
a. físl. gøra: „gora“ 13v30, 15v10, 17r4, „gorva“ 28r21; „gorir“ 5v14,
6r21, „gorvir“ 24r7; „gorvom“ 14r5; „gorða“ 31r16; „gorðir“ 17r4,
„gorðir“ 19r24, „Gorþir“ 21v2, „gorþir“ 30v24; „gorði“ 9r25, 14r33,
18v29, 30r20, „gorþi“ 24r33; „gorðo“ 1r17, 7r1, „gordo“ 5r19,
„gorþo“ 22v19; „goraz“ 12r18, 27v2, „gor|az“ 23v20–21; „goriz“
27v31; „gorðiz“ 13r33, „gorðvz“ 24v14
b. físl. gørsimi: „gor˙imar“ 18v23, 18v32
c. físl. gørla (grla): „gorla“ 3v31, 12v5, 15v22, 34v26, 35r4, 35r17,
35r31, 39r26; „ogπrla“ 6v16
d. físl. gørvallr (grvallr):6 „gorvo…om“ 7r10, „gorvallan“ 42r3
Skrifari Konungsbókar ritar aldrei upprunalegt gø- með „gi“ og sérhljóðstákni,
heldur einungis „g“, á sama hátt og hann táknar upprunalegt g- en nokkur
dæmi um það eru sýnd í (11).
(11) Dæmi um táknun físl. g- í Konungsbók eddukvæða
a. físl. grva (atvo.): „gorva“ 16v14, 28r10, 28r23, 28v15
b. físl. grðum (no. garðr): „gorðom“ 6r8, „gordom“ 16r18, „g√rðom“
7v12, „g√rþom“ 11v22
c. físl. grn: „gornom“ 16v8
d. físl. gfigr: „g√fga˙ta“ 14r7
6 Í Íslensku hómilíubókinni, Sth perg 4to nr 15, frá um 1200, bendir stafsetning tveggja dæma
til þess að orðið hafi verið gørvallr en að auki er eitt dæmi þar sem rótarsérhljóðið er táknað
„o“ og það gæti í raun staðið fyrir hvort sem er ø eða (de Leeuw van Weenen 2004:61
[gørvallr]).