Gripla - 20.12.2006, Blaðsíða 179
ÞÝÐINGAR ÚR FORNENSKU 177
En Goðlaugr
grimman tamði,
við ofrkapp
austrkonunga,
Sigars jó,
es synir Yngva
menglötuð
við meið reiddu.
Ok náreiðr
á nesi drúpir
vingameiðr,
þars víkr deilir,
þar’s fjölkunnt
of fylkis hrör
steini merkt
Straumeyjarnes.17
„En Goðlaugur tamdi grimman hest Sigars (hest dauðans), við ofur-
kapp austurkonunga (Svíakonunga), er synir Yngva (Svíakonungs)
reiddu (bundu) menglötuð (gullgjafa, konung) við meið (gálga).“
„Og náreiður (líksetinn) vingameiður (gálgi) drúpir á nesi, þar sem vík-
ur deilir, þar er fjölkunnt (flestum kunnugt) um fylkis hrör (konungs lík
eða kuml), [bauta]steini merkt, Straumeyjarnes.“
Við sjáum að Eyvindur hefur hér lagt sig fram um að nota virðulegt orðafar,
og það væri gaman að sjá nútímaskáld leysa betur það verkefni, að minnast
dauða herkonungs, hátíðlega, knappt og án ósanninda, þegar ekkert annað var
vitað um manninn, en að hann var hengdur.
Í huga fornmanna var gálgi tákn dauðans, en vegna þeirrar tvíræðni, sem
einkennir goðafræðina fornu, var hann ekki síður tákn lífs og sigurs, því að
samkvæmt hugmyndum þeirra leiddi slíkur dauðdagi þá til sigurhallar [Val-
17 Skjald. B I:61 (A I:69). Í frumtextanum eru þessi erindi í danskri þýðingu Gísla Brynj-
úlfssonar. SPÍ. Til nánari skýringar segir GB í aðaltexta: „Eyvindur nefnir Sigars jó, þ.e.
Sigars hest, en þar eð Sigarr, sem er eitt af heitum Óðins, þýðir sigurvegari, þá fannst mér rétt
að nota ‘sejerhest’ í dönsku þýðingunni, því að þann skilning legg ég í þessi orð í frum-
kvæðinu. ... Ég hef áður rætt um merkingu orðsins ‘vingameiðr’, sem er sú kenning, sem
Eyvindur notar í þessu sambandi, og ég hef þýtt með ‘dödens træ’.“ GB.