Gripla - 20.12.2006, Blaðsíða 101
UM HÁTTATAL SNORRA STURLUSONAR 99
hinni fyrstu, þá bregzk eigi skjálfhenda“. Í ljósi þess sem síðar kemur virðist
eðlilegast að túlka þessi orð svo, að ef frumhendingin er í annarri stöðu í línu
sé um að ræða óbreytta skjálfhendu (þ.e. ekki tvískelft), og þetta virðist eiga
við um jöfnu línurnar í 28. vísu. Með öðrum orðum, það er óbrugðin skjálf-
henda að hafa frumhendinguna í annarri bragstöðu í jöfnum línum, en ekki
þeirri fyrstu (sem samkvæmt eðli málsins ber höfuðstafinn). Og það er þá um-
frameinkenni á tvískelfdu að hafa stuðul ekki í 5. stöðu (þ.e. síðasta risi) í
frumlínunni, en hendingarnar sem lengst hvora frá annarri, þ.e. í fyrstu og
fimmtu stöðu eins og þar er. Samkvæmt Faulkes (Edda, Háttatal:56), sem
hefur þetta eftir Kuhn (1983:333–4), er hátturinn sá sami og á Rekstefju eftir
Hallar-Stein (frá 12.öld). Í því kvæði er síðari stuðull forlínunnar aldrei í 5.
stöðu, og algengt er að frumhendingar standi í annarri stöðu. Og sama ein-
kenni eru á þeirri vísu Háttalykils sem ber yfirskriftina skjálfhent.
Ekki er ólíklegt að leikur eins og þessi með staðsetningu stuðla og höfuð-
stafa hafi haft einhver hrynræn áhrif hvað varðar upphefð atkvæða (sbr. 5.
kafla) og að einkenni skjálfhendunnar hafi þá bæði snúist um staðsetningu
ríms og stuðla og um hrynjandi, eins og síðar verður vikið að.
Næstu tvær vísur (29 og 30), sem raunar eru niðurlag fyrsta kvæðisins –
því á undan 31. vísu er sagt að þar hefjist annað kvæði – eru einnig áhuga-
verðar frá sjónarmiði hrynjandi, þótt ekki sé fullljóst hvernig túlka beri form
þeirra eða þá ummæli Snorra um þær. Í 29. vísu, sem kölluð er detthend, eru
það jöfnu línurnar sem „skipta hætti“, en þær enda allar á þríkvæðum orð-
myndum, sem má gera ráð fyrir að hafi getað haft áherslu á tveimur fyrstu at-
kvæðunum eða a.m.k. aukaáherslu á öðru atkvæði: ótvistar, fémilldum, marg-
dýrar, fjlmennum.
Tvær man ek hilmi hýrum
heimsvistir ótvistar,
hlaut ek ásamt at sitja
seimgildi fémildum;
fúss gaf fylkir hnossir
fleinstýri margdýrar,
hollr var hersa stilli
hoddspennir fjƒlmennum (29. vísa)
Snorri segir að það sé fjórða samstafa, þ.e. fyrsta samstafa umræddra orða í
jöfnu línunum, sem ráði háttum, en tvö síðustu atkvæði þessara orða mynda
lokatvíliðinn, eins og sjá má, og viðurhendingin er því alltaf á öðru atkvæði