Gripla - 20.12.2006, Blaðsíða 108
GRIPLA106
annað en að þau hafi haft einhvern styrk eða upphefð í bragnum. Og næsta
atkvæði fyrir framan er líka tiltölulega sterkt, þannig að hér er strítt gegn
víxlhrynjandi og minnir á vissan hátt á hneppingu (sbr. 9. kafla). Einnig er eft-
irtektarvert að fyrstu atkvæðin sem ríma eru ekki venjuleg fullburða áherslu-
atkvæði, heldur síðari atkvæði í tvíkvæðum orðum, jafnvel viðskeyti, eins og
í síðustu línunni:
Bragning fylking; stóð þing.
Greinilega er hér verið að spila á einhvers konar kontrapunkt milli bragstaðna,
orðáherslna og ríms.
Næsta vísa (37) er undir hinum „dýra hætti“. Hér er einkennið aftur þrjár
aðalhendingar í línu, en hrynjandin er þó önnur en í þríhendu. Fyrri hend-
ingarnar tvær eru nú á fyrstu tveimur atkvæðunum, þannig að um er að ræða
eins konar náhendur (þ.e. atkvæði sem ríma saman hvert á eftir öðru, sbr. t.d.
74. vísu). Stuðlar eru í fyrstu og þriðju stöðu:
Vann kann virðum banna
vald gjald hƒfundr aldar
ferð verð fólka herði
fest mest sá er bil lestir (37. vísa, l. 1-4)
Allar línurnar fylgja þessu rímmynstri þótt í lausamáli sé bara sagt að þetta
gildi um fyrsta og þriðja vísuorð, en sennilega er þetta orðað svo með óbeinni
vísun til þess að í næstu vísu á undan eru það jöfnu línurnar sem hafa þrefaldar
hendingar. Hér bætast sem sé ójöfnu vísurnar við hvað þetta varðar, en hrynj-
andin og er hér allt önnur en í 36. vísu, eins og sjá má.
Aftur eru þrjár hendingar í hverju vísuorði í 38. vísu, en með enn öðrum
hætti en í þeirri 37. og þeirri 36. Í fyrsta lagi eru skothendingar í ójöfnu vísu-
orðunum, í þeim skilningi að fyrri tvö rímatkvæðin hafa sama sérhljóð, en
viðurhendingin, sem lendir á lokarisi, hefur annað sérhljóð í ójöfnu vísu-
orðunum. En hér er einnig ástæða til að huga að hrynjandi, því fyrri rímat-
kvæðin tvö eru alltaf létt, og atkvæðin í línunni eru átta í stað sex:
*Farar snarar fylkir byrjar
freka dreka lemr á snekkjum (38. vísa, l. 1-2)
En ef við segjum að tvær fyrstu bragstöðurnar séu klofnar, fáum við út 6 brag-
stöður. Reyndar vekur önnur lína í síðari vísuhelmingi alveg sérstaka athygli:
smum þrmum í byr rmum