Gripla - 20.12.2006, Blaðsíða 100
GRIPLA98
með hendingum og orðalengd virðast þau í rauninni frekar eiga heima innan
um hætti sem breytt er með máli, sem um var fjallað framar. Og þetta kemur
reyndar líka fram í lausamáli, því þótt afbrigðin sem sýnd eru séu talin mynda
sérstaka hætti og fái sérstök nöfn, er það ekki fyrr en með 28. vísu, sem er
„tvískelfd“, að umfjöllun hefst um hin raunverulegu (eða fullu) háttaskipti.
7. Full háttaskipti
Í inngangi að 28. vísu segir: „Þessi er hinn fyrsti háttr er ritaðr sé þeira er
breytt er af dróttkvæðum hætti með fullu háttaskipti, ok heðan frá skal nú rita
þær greinir er skipt er dróttkvæðum hætti ok breytt með hljóðum ok hendinga-
skipti eða orðalengð, stundum við lagt en stundum af tekit“. Hér er sem sé
verið að tala um hið raunverulega ytra bragform en ekki breytingar í máli eða
texta; orðið orðalengd vísar greinilega til lengdar vísuorða, og þær breytingar
með hljóðum og hendingaskiptum sem um ræðir snúast um gerð lína, stuðla-
setningu, hendingar og (a.m.k. óbeint) áhrif þeirra á hrynjandi.
7.1 Skjálfhenda og skyldir hættir
Segja má að vísur 28–35 snúist allar um mismunandi afbrigði af skjálfhendu,
þótt ekki sé það sagt beinum orðum í lausamáli um hverja vísu fyrir sig, né
heldur gefin fullkomin eða skiljanleg skilgreining á því hvað skjálfhenda er.
Orðin skjálfhenda og skjálfhent koma þó oft fyrir í útskýringunum, og er
fróðlegt að skoða út frá því hvað í hugtakinu kunni að felast.
Bragarhátturinn á 28. vísu heitir tvískelft, eins konar „tvöföld skjálf-
henda“. Fyrri helmingur vísunnar er svona (með leturbreytingum):
Vandbaugs veitti sendir
vígrakkr – en gjƒf þakkak
skjaldbraks skylja mildum –
*skipreiðu mér – heiða (l. 1-4)
Í lausamálsathugasemdum á eftir segir að það sé fyrsta og þriðja vísuorð í
helmingi sem skiptir háttum, og sagt er að „hljóðfyllendr“ (þ.e. atkvæðin sem
bera stuðlana) standist „svá nær at ein samstafa er í milli þeira“, og enn fremur
segir að hendingar standist „sem first“ (sem annað hvort ber að skilja svo að
þær séu sem lengst hvor frá annarri eða þannig að þær séu sem lengst frá
stuðlunum). Síðan segir: „En ef frumhending er í þeiri samstƒfu er næst er