Gripla - 20.12.2006, Page 120
GRIPLA118
Á eftir þessum hnepptu háttum kemur Haðarlag, sem segir að hafi fimm sam-
stöfur í vísuorði, „en hendingar ok stafaskipti sem í dróttkvæðum hætti“. Fyrri
helmingur vísunnar er svona:
Læsir leyfðr vísi
landa útstrandir
blíðr <ok> bláskíðu<m>
barða randgarði (79. vísa, l. 1–4)
Ekki eru frekari skýringar gefnar á einkennum háttarins, en miðað við drótt-
kvætt má segja að bragstaðan sem vantar sé sú sem kemur næst á undan viður-
hendingunni, þ.e. fjórða staðan, sem jafnan er veik í óbreyttum dróttkvæðum
hætti. Þá verður eins konar árekstur (eða hnepping) atkvæða einkenni á síðari
hluta línanna hér. Þessi skyldleiki við hnepptu hættina, þ.e. að stytta línurnar
með því að sleppa veikum bragstöðum, kemur heim og saman við það að hafa
háttinn á þessum stað.
10. Runhendir hættir
Nú verða kaflaskil í kvæðinu hvað varðar bragform, og er komið að run-
hendum háttum. Mikið er haft við þessi afbrigði, því alls eru 15 vísur helgaðar
því einkenni að hafa rím í enda vísuorða. En ekki er að sama skapi ástæða til
að fjölyrða mikið um þessa hætti hér, því einkenni þeirra, þ.e. endarím er
tiltölulega einfalt og vel þekkt fyrirbrigði. Ástæðan fyrir því að svo mörg
afbrigði háttarins eru sýnd er sú að lítil takmörk eru fyrir því með hvaða
hrynjandi runurímið er notað. Og í rauninni má þá segja að út frá hrynjandi
(tölu atkvæða) sé runhenda ekki einn háttur, heldur margir.
Fyrsta vísan í þessum bálki sýnir „rétta runhendu“:
Lof er flutt fjƒrum
fyrir gunnƒrum
né spurð spƒrum
spjƒll grams snƒrum (80. vísa, l. 1–4)
Hér vekur eftirtekt að rímliðirnir hafa létt fyrra atkvæði, en næst á undan þeim
standa þung atkvæði sem stuðla og eðlilegt virðist að beri áherslu. Og ef sagt
er að frum, -rum, sprum og snrum séu líka sterk og myndi eins konar