Gripla - 20.12.2006, Blaðsíða 180
GRIPLA178
hallar]. Það var þessi sama tvíhyggja, sem olli því að Óðinn, hinn æðsti meðal
goða, var ekki síður Helblindi en Sigföðr, ekki síður Grímuþróttr og Hangatýr
en Herra ljóss og einherja, og jafnvel Hel var í hugum manna bæði dökk og
ljós. – Það sem hér hefur verið talið verður að nægja sem sönnun fyrir því, að
kristilegt efni er á engan hátt vanvirt þó að notaðar séu heiðnar kenningar, sú
er mín skoðun að minnsta kosti.
Þýðingin er hér kölluð ‘fornnorsk’, enda er viðurkennt að þetta orð kemst
næst því að ná merkingu orðsins ‘norrænn’, þó að hið síðartalda hafi víðari
skírskotun. Ég vil þó strax láta koma fram að með jafn miklum rétti hefði mátt
kalla hana ‘íslenska’, því að það mál, sem nú er talað á Íslandi, getur að mínu
viti ekki á nokkurn hátt talist annað en það, sem finnst í eddukvæðum og
[forn]sögunum. Munurinn er í mesta lagi hliðstæður þeim sem er á máli því,
sem talað var á Englandi á dögum Elísabetar drottningar, og því sem nú er tal-
að þar. Og hvaða maður með viti mun staðhæfa að rit Shakespeares séu á ensku,
en dagblaðið Times ekki. Munurinn er sára lítill og nær eingöngu í rithætti.
Þýðingin er hér kölluð ‘fornnorsk’, ekki ‘íslensk’ af þeirri ástæðu einni að
hinn forni ritháttur virtist falla betur að formi þýðingarinnar. Ég tel þó að ekki
sé minnsta hætta á misskilningi þó að bæði orðin séu notuð jöfnum höndum,
það geti í hæsta lagi vakið gremju hjá einhverjum hártogurum. Hins vegar er
það bæði skaðlegt og ófyrirgefanlegt, þegar menn gegn betri vitund nota hvert
tækifæri til að reyna að telja fólki, sem lítið þekkir til mála, trú um að tunga sú
sem nú er almennt töluð í Noregi, sé ekkert síðri fornnorska en það mál sem
Íslendingar tala nú. Og ekki er skárra þegar reynt er að útbreiða orðið ‘forn-
norska’, sem í sjálfu sér er satt og rétt um tungumálið, í því villandi augnamiði
að læða þeirri skoðun að fólki, að bókmenntirnar, sem svo til eingöngu eru
verk Íslendinga, séu einnig fornnorskar.
Þó að þýðing mín sé af vanefnum gerð, þá hefði ég samt ekki séð mér fært
að ljúka henni hefði ég ekki átt fornnorsku að móðurmáli. Því miður hef ég
fulla ástæðu til að ætla, að enginn innfæddur Norðmaður, sem nú er uppi, hefði
getað þýtt þetta fornenska kvæði yfir á mál, sem líkist hinni fornu ‘norrænu’
jafn mikið og mér hefur þó tekist. Á hinn bóginn veit ég af mörgum íslenskum
almúgamönnum, sem hefðu verið miklu færari til þess en ég, ef þeir hefðu
bara skilið fornensku.