Gripla - 20.12.2006, Blaðsíða 109
UM HÁTTATAL SNORRA STURLUSONAR 107
Hér er það að athuga að viðurhendingin er á léttu atkvæði: rm- sem eðlilegt
virðist að túlka sem þgf. af ramr ‘sterkur’, en einnig var til myndin rammr
með löngu samhljóði, og er líklegt að sú mynd liggi hér að baki, þótt ritháttur
handrita bendi raunar til stutts samhljóðs.12
7.4 Frekari tilbrigði. Klifun, þræðing
Næsti háttur (39. vísa) er nefndur tiltekit í lausamáli, og er einkenni hans m.a.
fólgið í nánum tengslum og þræðingu (enjambment) milli fyrri og seinni vísu-
helmings,13 en í lok lausamálsskýringa við vísuna segir: „ok dregsk þat vísu-
orð [þ.e. fimmta vísuorð] með hljóðfylling mjƒk eptir skjálfhendu hinni
ný[ju]“ (sbr. umræðu hér að framan, bls. 104). Hátturinn á næstu vísu (40. vísa)
er nefndur greppaminni, en þar er klifun í báðum vísuhelmingunum og teng-
ing er fólgin í því að í fyrri helmingnum eru spurningar sem svarað er í þeim
seinni, og e.t.v er það þetta sem einkennir á háttinn fyrst og fremst. Klifað er
á hverr í fyrri partinum og spurt hver sé bardagaglaður og örlátur, og svarað
með hann í þeim seinni og er það auðvitað Skúli hertogi sem átt er við. Að
öðru leyti er hrynjandi og rím með eðlilegum hætti og í athugasemdum á eftir
segir að þessum hætti sé „breytt til dróttkvæðs háttar með orðum“ eða það sé
innihaldið, orðin og merking þeirra, sem greinir háttinn.
Næsta vísa (41) sýnir dæmi um liðhendur. En einkenni þeirra (andstætt
skjálfhendu) er að stuðlar og hendingar eru á sömu atkvæðum: „[H]inn sami
stafr stendr fyrir hendingar.“ (Athyglisvert er að sérhljóðastuðlun fellur undir
þetta, þ.e. orðalagið „sami stafur“ í upphafi atkvæðis sem rímar merkir ‘stafur
sem er ekki annar en stafur sem er í (mállegum) stuðli hins atkvæðisins’.)
Annað einkenni þessa háttar er að í jöfnu línunum er oddhending, þ.e. rímað á
fyrstu samstöfu línunnar, og myndar það rím skothendingu við rímið í lín-
unum á undan, „ok verðr þá einn upphafsstafr allra þeira þriggja hending-
anna“:
Velr ítrhugaðr ítrum
otrgjƒld jƒfurr snotrum,
opt hefr þings fyrir þrøngvi
þungfarmr Grana sprungit (41. vísa, l. 1-4)
12 Þess ber að geta hér að 38. vísa er á þessum stað í textanum einungis í Uppsalabók, en hin
handritin hafa hana annars staðar eða alls ekki.
13 Raunar kemur heitið víðar við sögu, því í Uppsalabók er 15. vísa kölluð tiltekit, en í lausa-
máli við þá vísu segir (þar og í öðrum handritum) að fyrri helmingur hennar sé leiddur af
vísunni á undan.