Gripla - 20.12.2006, Blaðsíða 174
GRIPLA172
10 Sjá til samanburðar, Halvorsen (1959:27-28). SPÍ.
11 John M. Kemble (1843 og 1846). Enski textinn hljóðar svo:
„The epic forms maintained themselves despite of the booklearning, which was so overpriz-
ed; and even translations became originals from the all-pervading Teutonic spirit which was
unconsciously preserved in the forms and phrases of heathen poetry. In the use of these, far
more than in the alliterative measure, consists the poetical element, and, without these, the
alliteration cannot save a saint's legend from assuming the guise of a dull homily.“ SPÍ.
fram að hann nái sjaldan og e.t.v. aldrei þeirri stórkostlegu hæð, sem við
undrumst svo oft í eddukvæðunum, en einmitt þess vegna eru þau oft frekar
ljóðræn en epísk í grískum skilningi.10 Ekki er auðvelt að benda á ástæðuna
fyrir þessum mun. Hjá Englendingum hafa þessir fornensku og norrænu
straumar síðar runnið saman á stórbrotinn hátt í verkum fremstu skálda. Shake-
speare mun þar lengi gnæfa hæst, og það því fremur sem þessi tjáningarháttur
er runninn honum í merg og bein. Hann líkir hvorki eftir fornenskum né forn-
norskum stíl, ef svo má segja, en nær þó anda beggja betur en nokkur annar.
Í viðleitni minni að endurskapa kvæðið undir réttu fornyrðislagi, hef ég
stundum orðið að grípa til orða [heita] og hugmynda [kenninga], sem eiga sér
ekki alltaf nákvæma samsvörun í frumkvæðinu, og hafa e.t.v. að sumra dómi
á sér allt of heiðinn blæ. En ég get hér aðeins sagt, að það hlaut að fara svo, og
ég er sannfærður um, að ef þetta fornenska kvæði hefði verið nokkru eldra en
það er, hefði sama sjónarmið ósjálfrátt orðið ofan á. Kemble lýsir þessu vel í
formála fyrir útgáfu sinni á fornenska kvæðinu um Andrés postula [Andreas],
sem hann að vísu telur vera miklu yngra en það í raun og veru er:
Hin epísku einkenni lifðu áfram þrátt fyrir skólalærdóminn, sem var
svo ofmetinn. Og jafnvel þýðingar urðu sjálfstæð sköpunarverk vegna
hins germanska anda sem gegnsýrði þær og varðveittist ómeðvitað í
kenningum og skáldamáli úr heiðnum kvæðum. Í því, miklu fremur en
bragarhættinum, er skáldskapargildið fólgið, og án þess getur stuðla-
setning ekki forðað heilagramanna sögu frá því að fá yfirbragð dauf-
legrar predikunar.11
Þetta er öldungis rétt athugað, og það var satt að segja óhugsandi að tungumál,
sem voru jafn háþróuð á skáldskaparsviði og fornenska og fornnorska, gætu
að fullu sagt skilið við rótgrónar hefðir, hvert sem yrkisefnið var. En hér má
einnig bæta því við, að mörg þau orðasambönd, sem menn nú telja heiðin,
þurfa alls ekki að hafa haft svo einhliða blæ í augum fornmanna, sem skildu
fullkomlega hina upprunalegu merkingu. Þessi orðasambönd voru að jafnaði