Gripla - 20.12.2006, Blaðsíða 62
GRIPLA60
lýsingarorða sem merkja ‘gráðugur, átfrekur’, nafnorða er merkja ‘hinn gráð-
ugi’, ‘græðgi, ágirnd’ og sagnorða er merkja ‘girnast, gleðjast’, eins og rakið
var að framan, er freistandi að ætla að grunnmerking nafnorðsins gjör, ger hafi
verið ‘e-ð girnilegt’ en af henni hafi æxlast þau merkingartilbrigði sem við höf-
um séð. Vitaskuld er erfitt að kveða upp úr um það með neinni vissu hver
merkingarþróunin muni hafa verið í smáatriðum en ef til vill mætti hugsa sér
hana eitthvað í líkingu við það sem lýst er í (23).
(23) Hugsanleg merkingarþróun no. gjör, ger
→ ‘æti’ → ‘(æti sem) agn, (tál)beita’
→ ‘ásókn í æti, græðgi’ → ‘fjöldi, grúi (fugla/dýra í æti)’
Mál er þá að bera þessar niðurstöður um orðið gjör, ger við lýsingarorðið
gjróttr til að svara spurningunni hvort gjróttr geti verið myndað af nafn-
orðinu gjör, ger.
4.5 Físl. gjƒróttr og gjör, ger
Í umræðunni hér að framan um merkingu orðsins gjróttr í elstu þekktu heim-
ildum var þeirri tilgátu varpað fram að það kunni að hafa merkt ‘svikinn, sem
tál er í’. Eitt þeirra merkingartilbrigða sem greina mátti hjá nafnorðinu gjör,
ger var ‘(æti sem) agn, (tál)beita’ en það virtist koma fram í notkun orðsins í
Konungs skuggsjá, sbr. (18), og í færeyska nafnorðinu gjar ‘hrúðurkarlar
notaðir til beitu’ og sögninni gjara ‘setja agn fyrir e-n’, sbr. (21). Merkingin
‘(æti sem) agn, (tál)beita’ fellur vel að merkingunni ‘svikinn, sem tál er í’; hin
síðarnefnda gæti þá í raun hafa verið ‘með agni, sem tál er í’ og þar með virð-
ist merkingin heimila þá ályktun að lo. gjróttr geti verið dregið af no. gjör,
ger.
Sú mynd sem fékkst af nafnorðinu gjör, ger hér að framan var ófullkomin
að því leyti að ekki fékkst óyggjandi niðurstaða um mynd orðsins í elsta máli;
af heimildunum verður ekki ráðið með fullri vissu hvort gjör, ger muni fremur
runnið af eldra gjr eða gør. Ef lýsingarorðinu gjróttr er bætt inn í þessa
mynd skýrist hún svo um munar: komist var að þeirri niðurstöðu hér að fram-
an að mynd lýsingarorðsins í elstu íslensku hafi verið gjróttr, en ekki gøróttr
eða gróttr. Ef lýsingarorðið gjróttr er í reynd dregið af nafnorðinu gjör, ger
tekur það af allan vafa um elstu mynd grunnorðsins: grunnorðið hlýtur að hafa
verið gjr en ekki gør.
Orðmyndunin hefur þá verið sambærileg við dæmin í (13) hér að framan
‘e-ð girnilegt’