Gripla - 20.12.2006, Page 67
GÖRÓTTUR ER DRYKKURINN
enginn vafi á leshættinum. Stafsetning handritsins hefur þó verið túlkuð á
ýmsa vegu og því birtast í útgáfunum bæði göróttr og geróttr, við hlið gjróttr
(gjöróttr). Yngri handrit Völsunga sögu eru öll talin runnin beint eða óbeint frá
NKS 1824 b 4to (Rafn 1829:xiv, Olsen 1906–08:x) og athygli vekur að í
sumum sautjándu aldar handritum stendur gruggóttur í stað gjöróttur; eftir
þeim prentar Björner (1737:26), og von der Hagen (1814:30) aftur eftir
honum, „gruggottur“. Þetta mætti ef til vill hafa til marks um að orðið gjör-
óttur (úr gjróttr) hafi verið horfið úr íslensku máli á sautjándu öld og vegna
þess hve framandi það var hafi sautjándu aldar skrifarar sett gruggóttur í þess
stað.
Freistandi er að álykta að nútímamyndin göróttur sé lestrarframburður
byggður á þeim útgáfum eddukvæðanna sem ekki prentuðu þetta orð með „j“,
enda ekki augljóst öllum lesendum að g á undan ø hafi verið framgómmælt í
forníslensku. Ekki virðist ósennilegt að Grímur Thomsen (1820–96), sem orti
kvæðið Sinfjötli, og yngri samtíðarmenn hans á borð við Pálma Pálsson
(1857–1920) og Þórhall Bjarnarson (1855–1916) sem gáfu út Völsunga sögu,
sbr. (27f), hafi kynnst orðinu í lestrarbók Wimmers 1870, 1877, 1882, 1889 og
1896 og eddukvæðaútgáfum Finns Jónssonar 1888–90; þar var það prentað
gøróttr.
Niðurstaðan er þá sú orðið gjróttr, sem hefði hljóðrétt orðið gjöróttur í
nútímamáli, virðist ekki til í síðari alda íslensku og engar heimildir eru um það
í nútímamáli; það virðist því hafa horfið úr málinu. Á síðari hluta nítjándu
aldar er það endurvakið sem göróttur, að öllum líkindum eftir fornritaútgáfum
þar sem það var prentað gøróttr.
6. Niðurstöður
Lagt var upp með fjórar spurningar sem sýndar voru í (1) og eru endurteknar
í (28).
(28) a. Hvað merkir orðið göróttur í elstu heimildum?
b. Hver var mynd þess í elstu íslensku?
c. Hver er uppruni orðsins?
d. Hver er saga þess frá fornu máli til nútímamáls?
Aðeins eru þekkt tvö dæmi um orðið göróttur í fornum textum og eru þau
bæði í frásögninni af örlögum Sinfjötla, sonar Sigmundar Völsungssonar, sem
er að finna í tveimur gerðum, í Konungsbók eddukvæða og (nokkru rækilegri)
65