Gripla - 20.12.2006, Blaðsíða 172
GRIPLA170
í einu, og það án nokkurrar eiginlegrar þvingunar. Það er öldungis víst, að það þarf sterkar
tilfinningar til að gefa kvæði það form, að sérhverju orði sé svo fyrir komið, að flytjandinn
verði að mæla það fram á hinn áhrifaríkasta hátt. Þetta má e.t.v. skýra betur með dæmi úr
latneskum kveðskap, þar sem orðaröðin er líka mjög mikilvæg. Hver finnur t.d. ekki að ákall
Hórazar til Pompeiusar: „Pompei, meorum prime sodalium!“ er borið uppi af heitri til-
finningu. Og þó myndi innileiki þessara orða að miklu leyti hverfa, ef orðaröðin væri önnur.
En þannig er því einmitt farið um hinn fornnorska kveðskap. Enginn hefur rétt til að kalla
hann tilgerðarlega list, því að ef menn skildu kvæðin betur, myndu menn ótvírætt finna að
þau eru sprottin frá innstu hjartarótum. Ég verð að játa, að ég hef ekki lesið neitt nútíma
kvæði, sem í innileika og karlmannlegri reisn jafnast á við harmljóð Glúms Geirasonar,
Hallfreðar [vandræðaskálds], Þórðar Kolbeinssonar eða Sighvats [Þórðarsonar] um konunga
þá og valdsmenn, sem þeir höfðu þjónað. Hið kröftuga vopnaglamur þessara kvæða, er eins
og mildað af djúpum harmi, sem verður þó til að auka áhrifin enn frekar. Í þessum kvæðum
er ekki hægt að tala um neinn íburð, ef litið er fram hjá því, að afskrifarar og ritskýrendur
hafa e.t.v. hér og þar laumað inn einhverju, sem ekki á við. En við getum ekki álasað skáld-
unum fornu fyrir það. Að kvæði þeirra höfðuðu til fólks má best sjá af því, að þau geymdust
í minni manna í mörg hundruð ár, þar til þau voru skrifuð upp. Í fornöld var gagnrýni fólgin
í því að læra góðu kvæðin utanbókar, en gleyma hinum lakari. Og þegar mat er lagt á
skáldskapargildi þeirra, má heldur ekki gleyma því, að þau voru söguritun sinnar tíðar. Ein-
mitt þess vegna þurfti að gefa þeim fast og kjarnyrt form, svo að auðveldara yrði að læra þau.
GB.
sem í Eddukvæðum, og í jafn ríkum mæli í hinum elstu þeirra sem í Hákonar-
málum Sturlu Þórðarsonar [frá 1263]. Þess vegna er það mikill misskilningur,
þegar menn halda að því einfaldara og hversdagslegra sem kveðskaparformið
er, þeim mun eldra sé það. Þannig hafa sumir reynt að leysa fornsögurnar upp
í eins konar stuðlað lausamál, sem engin fornþjóð, a.m.k. ekki germönsk,
hefði litið á sem kveðskap eða yfirleitt kannast við. Hin sanna fornöld gerði
ávallt skýran greinarmun á skáldamáli og daglegri ræðu. Þegar tímar liðu fram
fór að losna um fornar kveðskaparhefðir, sem leiddi til allsherjar flatneskju á
þessu sviði. Skapaðist þá ástand, sem að vísu leiddi síðar af sér margt merki-
legt, en þó skortir ætíð þau auðkenni upprunaleikans, sem prýðir þau verk sem
elst eru, og samin voru fyrir upplausnaröldina. Þess vegna er það, að einmitt
vegna upprunaleika síns eru þessi verk allt of oft vanmetin af nútímamönnum.
Hið fornenska helgikvæði, sem hér er prentað, er einmitt frá upphafi þessa
breytingaskeiðs á Englandi, þegar tilfinningin fyrir fornaldarháttunum var
byrjuð að dofna. Af því að þýðing mín er yfir á mál þjóðar sem varðveitt hefur
þessa tilfinningu, þá varð ég annaðhvort að þýða frumkvæðið frjálslega, eða
nota stuðlamálið fyrrnefnda, sem ávallt hefur verið og verður sjálfsagt lengi
talið ónothæft til kvæðagerðar á Íslandi. Ég býst því ekki við að menn undrist
að ég skyldi velja [fyrri] kostinn, og reyna eftir því sem mér var unnt, að gefa