Gripla - 20.12.2006, Blaðsíða 207
STEFÁN KARLSSON 205
fyrir atbeina Stefáns en hún hafði ekki áður borið það nafn. Inngangur út-
gáfunnar var ritaður af þremur fræðimönnum og fjallaði Stefán í sínum þætti
um uppruna og feril skinnbókarinnar, en að auki fjallaði Sverrir Tómasson um
íslenskar Nikulás sögur og Selma Jónsdóttir um lýsingar í bókinni. Stefán
gerir rækilega grein fyrir stafsetningareinkennum handritsins og á grundvelli
þeirra og annarra vísbendinga leiðir hann sterkar líkur að því að það hafi verið
skrifað í austursýslum Norðurlands seint á 14. öld. Þá sýndi Stefán fram á með
athugun á afhendingar- og eignaskrám Helgastaðakirkju í Reykjadal, sem
skrifaðar eru á fremstu og öftustu blöð handritsins að það hefur að öllum lík-
indum verið skrifað fyrir þá kirkju og verið í eigu hennar allt fram undir miðja
17. öld.
Stefán skrifaði ágæta og aðgengilega yfirlitsgrein, Tungan, sem birtist 1989
og fjallaði um uppruna íslenskrar tungu og þróun hennar fram til vorra daga
þar sem hann dregur saman niðurstöður rannsókna sinna og annarra á íslenskri
málsögu: hljóðbreytingum, breytingum á beygingarkerfi og stafsetningu, og er
greinin handhægasta og greinarbesta samantekt yfir efnið sem gerð hefur ver-
ið. Hún birtist í enskri þýðingu, The Icelandic Language, árið 2004.
Stefán varði ómældum tíma á starfsævi sinni til að leiðbeina öðrum við rann-
sóknir þeirra og útgáfustörf, bæði samstarfsmönnum sínum á Árnastofnun og
gestum sem þangað leituðu. Öllum sem báru upp við hann sæmilega skynsam-
leg erindi tók hann vel og af vinsemd. Þrjár útgáfur, sem fræðimenn utan
stofnunarinnar bjuggu til prentunar í ritröðum Árnastofnun og Stefáni var falið
að hafa umsjón með, reyndust öðrum umfangsmeiri og vandasamari og gengu
drjúgt á tíma Stefáns. Þar er fyrst að telja útgáfuna Elucidarius in Old Norse
Translation sem út kom 1989 og bandarísku háskólaprófessorarnir Evelyn
Scherabon Firchow og Kaaren Grimstad önnuðust, en þar er um að ræða nor-
ræna þýðingu frá tólftu öld á þýsku riti sem samið var á latínu um 1100. Þýð-
ingin er varðveitt í 8 skinnbókarbrotum sem tímasett eru frá því um eða laust
fyrir 1200 og fram til fimmtándu eða sextándu aldar. Öll brotin eru gefin út
stafrétt í bókinni ásamt latneskum texta til samanburðar. Önnur útgáfan sem
hér um ræðir er Íslenska hómilíubókin í Stokkhólmi, The Icelandic Homily
Book, sem kom út 1993 og hollenski fræðimaðurinn Andrea de Leeuw van
Weenen annaðist útgáfu á. Hómilíubókin er elsta íslenska handritið sem varð-
veitt er í heilu lagi og er talið skrifað um 1200. Það var gefið út ljósprentað með
hliðskipuðum stafréttum texta. Þar sem báðar þessar útgáfur fjölluðu um sumt
af því elsta sem varðveitt er á íslensku máli komu upp margvísleg álitamál
sem þörfnuðust úrlausnar og þar var Stefán vakinn og sofinn reiðubúinn til að