Gripla - 20.12.2006, Page 202
GRIPLA200
stafsetningarlýsingu handritsins í inngangi með henni, en því verki vannst
honum ekki tími til að ljúka.
Um tilurð A-gerðar Guðmundar sögu og samsetningu hennar úr ýmsum
heimildum voru skiptar skoðanir með fræðimönnum en Stefán greiðir úr þeirri
flækju á sannfærandi hátt í kaflanum um heimildir sögunnar. Hann segir sög-
una vera hreint safnrit og rekur í smáatriðum hvernig safnandinn hefur fellt
hana saman, bút fyrir bút, úr prestssögu Guðmundar, Hrafns sögu Svein-
bjarnarsonar, Íslendinga sögu Sturlu Þórðarsonar, Áróns sögu Hjörleifssonar
og annálum án þess að blanda textum þessara rita saman að nokkru ráði eða
auka inn nema fáum orðum frá sjálfum sér. Að lokum færir Stefán rök að því
að sagan hafi verið sett saman ‘einhvern tíma á fyrri hluta 14. aldar, trúlega
1310–40, e.t.v. 1320–30.’
Þegar Stefán hafði gengið frá fyrsta bindinu var honum orðið ljóst að hann
lyki þessu verki aldrei einn með sama áframhaldi og hafði þá eftirfarandi orð
í formála bókarinnar um þau ráð sem ráðin voru í Kaupmannahöfn 21 ári
áður: “Þetta var líka á þeim árum sem ungir fræðimenn vóru bjartsýnir um að
vinna stór verk á stuttum tíma, öll starfsemi Det arnamagnæanske institut var
í örum vexti og fé til fræðilegra verka var auðsótt í ríkissjóð Dana og aðra
sjóði.” Nokkrum árum síðar tók hann upp samvinnu við yngri fræðimenn og
fól þeim í hendur það hlutverk að ganga frá þriðja og fjórða bindi Guðmundar
sagna. Sjálfur sneri hann sér að frágangi annars bindis og B-gerðar Guð-
mundar sögu og var að leggja síðustu hönd á það bindi þegar hann lést. — Út-
gáfa Stefáns á Guðmundar sögum einskorðaðist þó ekki við hina textafræði-
legu útgáfu á vegum Árnasafns í Kaupmannahöfn. Þegar Hið íslenska forn-
ritafélag hóf undirbúning að útgáfu biskupasagna á tíunda áratug síðustu aldar
var einsýnt að fara þess á leit við Stefán að hann annaðist útgáfu Guðmundar
sagna í ritröð félagsins, en henni er einkum ætlað að glæða áhuga á forn-
bókmenntum þjóðarinnar meðal fróðleiksfúss almennings. Guðmundar sögur
munu fylla þar tvö bindi. Stefán gat þó lítið sinnt þessu verkefni fyrr en hann
var kominn á eftirlaun, en eftir það voru þessar tvær útgáfur Guðmundar sagna
það verk sem tók drýgstan hluta vinnudags hans. Honum tókst þó aðeins að
ljúka að fullu frágangi á sögutextum fyrra bindisins í fornritafélagsútgáfunni
með ítarlegum skýringum eins og hefð er fyrir að fylgi textum hennar. Þar
munu birtast textar A-, B- og C-gerðar Guðmundar sögu biskups.
Víðtæk þekking Stefáns Karlssonar á íslenskum handritum kom ekki án
fyrirhafnar. Vinnan að baki meistaraprófsritgerðar, fornbréfaútgáfu og Guð-
mundar sagna útgáfu var umfangsmikil og leiddi Stefán inn á ýmsar brautir í
rannsóknum sínum. Hún útheimti mikla elju og trausta þekkingu á norskri og