Gripla - 20.12.2006, Blaðsíða 55
GÖRÓTTUR ER DRYKKURINN 53
vísuorð þannig: „þar uar hrafn ™ geyrr“. Síðasta orðið er ritað „geyr“ en þar
er líklega depill yfir „r“-inu, þótt ekki sé það með öllu vafalaust.9
Fyrir kemur í fornum handritum, einkum frá tólftu og þrettándu öld, að hið
forna sérhljóð ø sé táknað „ey“ (Hreinn Benediktsson 1965:70–71) og, eins og
Jón Helgason (1969:170–74) hefur bent á, gæti rithátturinn „geyrr“ einmitt
verið runninn frá gömlu forriti þar sem „ey“ stóð fyrir ø. Þetta telur Jón geta
bent til þess að forn mynd orðsins hafi ekki verið gjr heldur gør. Þá verður
reyndar að gera ráð fyrir að kvæðið sé ort af manni sem ekki gerði neinn
greinarmun á sérhljóðunum og ø (sem sagt ekki Agli) og gat því hæglega
rímað hjör, gjör, fjör, spjör en annar maður, sem sjálfur greindi að og ø í
sínu máli, hafi skrifað forrit það sem AM 162 A ε fol er skrifað eftir og táknað
þar það sem í hans máli var hjr, gør, fjr, spjr og rímaði ekki nema að hluta.
Slík atburðarás er vitaskuld ekki óhugsandi en, eins og Jón bendir sjálfur á, er
alls ekki víst að „geyrr“/„geyr“ í AM 162 A ε fol sé sama orð og „gior“ í
Wolfenbüttelbók; ekki má gleyma því að allnokkru munar á textanum í þess-
um tveimur handritum. Í AM 162 A ε fol kynni „geyrr“/„geyr“ að vera grr
sem snemma gat fengið ø fyrir áhrif frá gøra og finnst því ritað með „ey“;
setninguna mætti þá skilja þannig, segir Jón: þar var hrafn grr (reiðubúinn
að steypa sér) á (ofan á hræin). Að minnsta kosti getur rithátturinn „geyrr“/
„geyr“ ekki talist óyggjandi sönnun þess að forn mynd orðsins hafi verið gør
en ekki gjr.
Annað dæmi um orðið gjör er að finna í Merlínusspá á Hauksbók, AM 544
4to, frá um 1302–10. Merlínusspá er íslensk þýðing í bundnu máli á kafla úr
Breta sögum Geoffreys frá Monmouth (1100–1154); þýðingin, ugglaust úr
latínu, er eignuð Gunnlaugi Leifssyni, munki á Þingeyrum, og hefur að líkind-
um verið gerð í kringum 1200, en Gunnlaugur mun hafa látist um 1218
(Sverrir Tómasson í Guðrún Nordal o.fl. 1992:414, 454, 512). Fyrstu tvö vísu-
orðin í 68. erindi síðari hluta Merlínusspár eru sýnd í (17) eins og þau eru í
Hauksbók, AM 544 4to (52r26); stafsetning er samræmd hér að frátöldu orð-
inu „gior“ (ljóspr. útg. Jón Helgason 1960; útg. Finnur Jónsson 1912–15, A2:
31, sbr. B2:37; sbr. einnig útg. Finns Jónssonar 1892–96:281.15).
9 Finnur Jónsson (1912–15, A1:37 neðanmáls) prentar „geyrr“ athugasemdalaust en Jón Helga-
son (1969:168) aftur á móti „geyr“ og bætir við innan sviga: „yfir r-inu má vera að sé depill“.
Afar erfitt er að skera úr þessu þar sem skinnið er dökkt og letrið máð. Á ljósmyndum tekn-
um í útfjólubláu ljósi djarfar þó fyrir depli yfir „r“-inu. Ég þakka Guðvarði Má Gunnlaugs-
syni fyrir að rýna í þetta með mér.