Skírnir - 01.01.1963, Síða 190
178
Einar Ól. Sveinsson
Skímir
diktínskur ábóti, Dom Butler, segir í Cambridge mediaeval history (1538),
að „all the services of Benedictines to civilization and education and let-
ters have been but by-products“. Hinir miklu kirkjumenn litu langflestir
óhýru auga heiðnu latnesku höfundana, sumir jþrumuðu móti þeim. Um
þetta má vitna til Haskins, í öllum fyrra hluta bókar hans. Hér er ekki
ástæða að eyða tima i alkunna hluti. En auðvitað voru gömlu latnesku
höfundarnir mikilsverðir til að læra góða latínu, og málfræðingamir
héldu verndarhendi yfir þeim. Á ftalíu er oft talað um bezta latínu, og
þar vora fomu höfundamir í hvað mestum metum. Haskins (7) segir,
að í bókasafni um 1100 mundi hafa verið „little beyond the Bible and
the Latin Fathers, with their Carolingian commentators, the service books
of the church and various lives of the saints, the textbooks of Boethius
and some others, bits of local history and perhaps certain of the Latin
classics, too often covered with dust.“ Er ekki eins og hér sé bókakostur-
inn, sem okkur finnst Ari fróði hafa þekkt. Á 12. öld eykst lestur og upp-
ritun klassisku höfundanna, en athugmn, hvemig vindur blés frá mörg-
um áhrifamiklum mönnum. Honorius frá Autun spyr, hvaða gagn sálinni
sé að stríði Hektors, röksemdum Platós, kvæðum Virgils, elegíum Óvids,
manna sem gnístra nú tönnum í dyflizu sinni í Babýlon helvítis, undir
grimmri harðstjóm Plútós. Abelard jafnt sem handgengnir menn and-
stæðings hans Bernards af Clairvaux líta fomu skáldin mjög óhýra auga.
Önnur dæmi er auðvelt að finna hjá Haskins eða annarstaðar. Það vora
ekki hinir strangtrúuðu einir, sem voru fomu latnesku höfundunum þung-
ir í skauti. Haskins kemst svo að orði: „Besides ignorance and barbarism,
the ancients had always to contend with religion; they now found a new
enemy in logic." Það var hin nýja heimspeki, skólaspekin. Og eins og
Haskins útlistar á öðrum stað: „it was not religion but logic and practical
interests that proved the most dangerous enemies of the classics and final-
ly killed the classical renaissance of the twelfth Century" (98). Ég get
ekki stillt mig um spuminguna: Hvað verður mikið vart skólaspeki á
Islandi á 12. öld, þessarar fræðistefnu, sem er einhver hin allra mikil-
vægasta á þeim tíma?
Áður en horfið er frá útlendum áhrifmn á Islandi og útlendum fræð-
um á 12. öld, er eðlilegt, að spurt sé um lærdóm presta og annarra, sem
vígslur tóku. Það þarf ekki að taka fram, að ekki er kostur að gera
meira en drepa á það efni. Ég á þá við rúmlega fyrstu öldina frá því
Isleifur varð biskup í Skálholti. Bæði almennar líkur og þjóðveldislögin
mæla með því, að prestsekla hafi í fyrstu verið geysileg; af því leiðir,
að kennslan hlýtur að hafa beinzt lengi vel allra mest að því að gera
sem flesta presta færa um að gegna embættum sínum, ekki endilega að
gera þá lærða. Um kunnáttu prestsefna að lokinni þessari öld er vitni í
Þorláks sögu helga (Bisk. I 107); þar segir um Þorlák: „Hann langaði
til engra dœgra. Hann kvíddi ok engum mjpk, nema alþingi ok ymbra-
dogum .. . af því ymbrudpgum, at honum þótti þat ábyrgðarráð mikit