Skírnir - 01.01.1963, Blaðsíða 231
Skírnir
Ritfregnir
219
Skoðum því næst þá rót bjarkarinnar, sem er með álfum, og virðum
fyrir oss, hvað upp af henni sprettur.
Fyrstu kvæðin: Heiðnuvötn (eins konar prólógus bókarinnar), Gauktíð
og Leiðsla eru vorljóð og bera með sér öll beztu einkenni skáldsins, áður
kunn: hrifnæmi og mjúkan, viðkvæman klið fiðlunnar, er gerir þau að
sumu skyldari tónlist en orðsins íþrótt. Sjá enn fremur Dýjamosa, Blá-
klukkur og Vorstef á ýli, allt ljóð í ætt við suðrænu vorsins, elfarnið,
fuglakvak og skógarhörpur. Jafnvel í Sprungnum gítar, sem hefur Hall-
ormsstaðarskóg að leiksviði og virðist a. m. k. öðrum þræði ádeiluljóð og
trega, syngur lævirki og heimsendakór hvor í kapp við annan, og leikið
er jöfnum höndum á skógarhörpu og blásið í reyrflautu Pans, allt við
undirspil vinds og seytlandi lækja. En þó er eins og skáldið hafi áður sagt
flest þetta með öðrum, en álika fögrum orðum, vanti eitthvað nýtt, sem
lesandann þyrstir í frá hendi jafnlistilegs fiðluleikara.
Kem ég þá að þeim kvæðum Þorsteins í þessari bók, er mér þykja
nýstárlegust og bera af hinum fyrir flestra hluta sakir. Það era minning-
arljóð hans um lifandi menn og þó einkum látna. Fyrst þeirra í röð er
Að Svefnósum, kvaddur Jónas Kristjánsson, heimspekilegt kvæði og dult.
Þá er Til Brynjólfs, kynngimagnað kvæði og frábær mannlýsing, Fiðlu-
klettar, í minningu Páls Kjerúlfs, ef til vill heilsteyptasta kvæðið í bók-
inni, / Innstadal, eftir Sigurjón Danivalsson, gullfallegt eftirmæli, sem
breytist í ættjarðarljóð að lokum, og loks áður í vitnað kvæði, Ingimundur
fiðla. Að fegurð, hrynjandi og tilfinningu þykir mér, held ég, I Inrtstadal
taka öllu fram. Það er einstakt kvæði, allt í senn: vinarkveðja, mann-
lýsing, náttúrulýsing, ástarjátning til íslands, frelsis þess og fegurðar ör-
æfanna, heilsteypt líkt og Fiðluklettar, en gefur víðari sýn. Það er of
langt til ívitnunar, nýtur sin aðeins í heild.
Aldrei hefur tær ljóðræna Þorsteins notið sín betur en í þrem síðast
nefndum kvæðum, né heldur vald hans á hugsun og máli: að segja að-
eins hæfilega mikið, en fá lesandann til að gruna hitt. Ef til vill er þetta
því að þakka, að mennirnir, sem um er kveðið, eru höfundinum nógu
andlega skyldir til að lýsingin á þeim og viðhorf þeirra túlki innsta hug
skáldsins, einlægni þess og dýpt. Eða vináttan hefur leitt skilninginn á
rétta leið túlkunarinnar. Nema hvort tveggja sé.
En hvað sem mn það er, þá hefur nú Þorsteinn Valdimarsson hrakið
þá staðhæfingu, sem oft heyrist, að ekki séu framar ort góð eftirmæli á
íslenzku.
Heiðnuvötn leyna á sér. Það er ekki einungis, að þau spegli „í líðandi
lind“ „ævist himins" og þá jafnframt mannlífið og náttúruna umhverfis,
likt og segir í kvæðinu um Sigurjón Danívalsson, heldur geyma þau og
í djúpi sínu margan feng, mér liggur við að segja: perlu, sem dylst við
yfirborðsleg kynni. Eitt og annað mætti ef til vill betur fara, eins og ger-
ist. Sumar ádeilur skáldsins á fólkið, sem „týndi lækjunum úr lífi sínu“,