Skírnir - 01.04.2000, Síða 18
12
BALDUR JÓNSSON
SKÍRNIR
Sjálfur hefir Halldór án efa fengið gott máluppeldi í foreldra-
húsum, einnig á heimili frænku sinnar á Hreiðarsstöðum í Fell-
um, og ekki síður hjá hinum ágæta kennara sínum á Isafirði,
Hans Einarssyni. Ahrifamesti íslenskukennari hans var þó Sig-
urður Guðmundsson, skólameistari á Akureyri. Sigurður var sér-
kennilegur maður og hafði sterk áhrif í skóla sínum bæði á nem-
endur og kennara. Halldór hafði alla tíð miklar mætur á honum
eins og sést á þessari tileinkun í doktorsritgerð hans: „Minning-
unni um kennara minn, húsbónda og vin, Sigurð Guðmundsson
skólameistara, helga ég þetta rit“.
Sigurður mótaði Halldór í menntaskóla, og síðar kynntust
þeir betur þá tvo vetur sem Halldór kenndi fyrir norðan á stúd-
entsárum sínum. Loks var Halldór skipaður kennari í Mennta-
skólanum á Akureyri 1938 og bar síðan uppi íslenskukennsluna
þar allt til ársloka 1950. Sigurður skólameistari var þá farinn að
reskjast og kenndi síðustu árin einkum íslenska bókmenntasögu í
6. bekk. Hann lét af embætti undir árslok 1947. Eftirmaður Sig-
urðar, Þórarinn Björnsson skólameistari, segir í skólaskýrslu (nr.
XII) sem kom út 1957 (bls. 50):
Sigurður skólameistari Guðmundsson hafði falið Halldóri íslenzkuna,
sjálft fjöregg skólans. Er óhætt um það, að því aðeins valdi hann Hall-
dór, að hann treysti honum öðrum betur til starfsins. Var honum ekki
aðeins kunnugt af eigin raun um hæfileika Halldórs, skýrleika hans og
þekkingu, heldur mun hann hafa talið Halldór manna ólíklegastan til
þess að slaka á kröfunum, gæla við heimskuna og linkuna, eins og nú
gerist of víða í íslenzku þjóðfélagi. Er og skemmst af því að segja, að
Halldór Halldórsson var á ýmsan hátt ein traustasta stoð Menntaskólans
á Akureyri.
Halldór var maður bráðnæmur, skarpgreindur og skýr í hugsun
og framsetningu. Kennsla hans mótaðist af því, og hann hafði lag
á að halda nemendum við efnið. Það kom varla fyrir að hann
þyrfti að hasta á þá fyrir skvaldur í tímum. I menntaskóla var sið-
ur að lesa sígilda íslenska texta og skýra þá. Aðaláhersla var þá
lögð á orðskýringar, skyldleika orða og formfræði málsins. Með
heimaritgerðum var umfram allt verið að æfa nemendur í með-
ferð ritaðs máls og þeim leiðbeint um rétt mál og rangt, góða ís-