Skírnir - 01.04.2000, Page 20
14
BALDURJÓNSSON
SKÍRNIR
ingu og formgerðarlýsingu, og þar urðu almenn málvísindi sér-
stök háskólagrein.
Áhrifa bandarískra málvísinda og formgerðarstefnunnar (sem
reyndar átti upptök sín í Evrópu) fór ekki að gæta að neinu ráði á
Norðurlöndum fyrr en um 1960. Þau áhrif bárust hingað til lands
með Hreini Benediktssyni prófessor, þótt hann væri einnig sam-
anburðarmálfræðingur. Hann tók við embætti af Alexander Jó-
hannessyni haustið 1958 og hafði reyndar verið nemandi Hall-
dórs í Menntaskólanum á Akureyri. Fáeinum árum síðar kom
málmyndunarfræðin til sögunnar,Chomsky-bylgjan. Það var ekki
auðvelt fyrir Halldór, þegar hann var farinn að reskjast, að til-
einka sér allar breytingar og nýjungar sem dundu yfir á fáeinum
árum, en hann lagði sig fram um það, og til að kynnast kenning-
urn Chomskys lagði hann það á sig að þýða eina af bókum hans á
íslensku, Language and Mind. Það var ekki áhlaupaverk. Þýðing-
in kom út í Lærdómsritum Bókmenntafélagsins 1973 undir heit-
inu Mál og mannshugur og fylgdi rækilegur inngangur eftir Hall-
dór, „Noam Chomsky. Baksvið hans og helztu kenningar". Satt
að segja fannst Halldóri ekki mikið til um þessi fræði, enda lítið
gefinn fyrir kenningasmíð. Honum stóð hagnýt málfræði nær eða
hagnýtt málvísindi, svo að notuð sé þýðing hans á „applied lingu-
istics“.
Auk háskólakennslu í Reykjavík var Halldór oft gistiprófess-
or og gistifyrirlesari í erlendum háskólum, austan hafs og vestan,
flutti fyrirlestra að auki í mörgum háskólum og sótti mörg mál-
fræðingaþing.
Þó að Halldór hefði háskólakennslu að aðalstarfi um ævina,
féll honum betur að kenna í menntaskóla, og alþýðufræðsla stóð
honum ávallt nærri, sbr. ummæli hans sjálfs sem vitnað var til hér
á undan. Skírnir bar þess einnig merki undir ritstjórn hans. Hann
flutti vinsæla útvarpsþætti um íslenskt mál og málþróun á árun-
um 1952-1954 og ritaði margar blaðagreinar um málið o.fl. Helst
ber að nefna föstu þættina „Mál og menning“ í Tímanum
1956-1959 og „Sögur af nýyrðum" í DV 1994-1995. Þxttir um ís-
lenzkt mál eftir nokkra íslenzka málfrædinga nefnist bók sem út
kom 1964 og Halldór ritstýrði. Þar eru birtir þættir sem sex mál-
fræðingar fluttu í útvarpi á útmánuðum 1963 og voru „hugsaðir