Skírnir - 01.04.2000, Page 25
SKÍRNIR
HALLDÓR HALLDÓRSSON
19
þeim fram, naut þess þá oft að hann þekkti marga. Það yrði að
æra óstöðugan að telja upp öll félags- og stjórnsýslustörf Hall-
dórs Halldórssonar. Sumt hefir verið drepið á nú þegar.
Aður var minnst á það hvernig Halldóri tókst að framlengja
nýyrðastarf Orðabókarnefndar á 6. áratugnum. Hann beitti síðan
áhrifum sínum innan nefndarinnar þannig að hún lagði til við
menntamálaráðherra að stofnuð yrði Islensk málnefnd sem hann
veitti síðan forystu fyrstu misserin. Sjálfur tók Halldór sæti í
Orðabókarnefnd 1960, og árið eftir var hann orðinn hægri hönd
Alexanders Jóhannessonar og staðgengill hans við stjórnvölinn.
Þegar Alexander féll frá 1965 tók Halldór að fullu við for-
mennsku í stjórn Orðabókar Háskólans og hélt henni óslitið til
1982. Hann lét sér alla tíð mjög annt um þá stofnun. Halldór
fylgdist af áhuga með handritamálinu á sínum tíma og skrifaði
um það í Skírni 1965 greinina „Handritamálið á lokastigi", og
hann sat í stjórn Handritastofnunar Islands 1962-1972.
Auk þessara stjórnsýslustarfa þar sem Halldór lét mest að sér
kveða átti hann um tíma sæti í götunafnanefndum á Akureyri og í
Reykjavík, sat einnig um skeið í Örnefnanefnd. Hann var um
tíma í stjórn Menntastofnunar Bandaríkjanna (Fulbright-nefnd-
inni) og formaður hennar eitt ár, enn fremur formaður Skóla-
málanefndar eitt ár, í stjórn hugvísindadeildar Vísindasjóðs, í há-
skólaráði, vararektor Háskóla Islands, í stjórn Happdrættis Há-
skólans, Islensk-sænska félagsins, Almenna bókafélagsins, sat í
Háskólanefnd 1966-1969 og var fulltrúi íslands í Planlægnings-
komitéen for nordisk samarbejde om anvendt nordisk sprog-
forskning 1977-1979.
Halldór var kjörinn félagi í Vísindafélagi Islendinga 1955 og
var forseti þess 1968-1971. Þá var hann kjörinn félagi í Veten-
skapssocieteten i Lund 1959. Halldóri hlotnaðist ýmis önnur við-
urkenning: verðlaun úr Minningarsjóði Asu Guðmundsdóttur
Wright 1990, Málræktarsjóði 1995 og Lýðveldissjóði 1998.
VI
Kynni mín af Halldóri Halldórssyni voru bæði mikil og góð.
Fundum okkar bar fyrst saman vorið 1943 þegar ég þreytti inn-