Skírnir - 01.04.2000, Page 42
36
ÁRMANN JAKOBSSON
SKÍRNIR
til að spauga með. Grátur er kynferðislegt fyrirbæri. Karl sem fer
að skæla er dottinn úr gervinu. Strákum fyrirgefst það naumlega,
leyfi nútímakarlmanns til að gráta er afar takmarkað en í Njálu
gráta sannir karlmenn alls ekki. A 13. öld grétu íslenskir karl-
menn aðeins höglum.
Karlmennska þessara kappa í sögunni á sér bakhlið eða röngu
eins og allt annað. Bak við gervi Gunnars er Njáll. Framhlið
Skarphéðins er gervi hörkutólsins. En bak við hana er barnið
Skarphéðinn sem er á æskuheimilinu sem ógefin bóndadóttir, fer
ekki utan og vinnur sér sæmd og er ekki treyst fyrir mannafor-
ráðum. Hann líkist konum sem geta verið valdamiklar innan
stokks en skipta ekki máli á sviði samfélagsins. Helstu höfðingjar
landsins kannast alls ekki við Skarphéðin þegar þeir sjá hann á
þingi eftir víg Höskuldar.42
Skarphéðinn er skapmaður. En fyrir sannan karlmann er mik-
ilvægt að gæta stillingar, eins og hann sjálfur segir:
„Ekki hpfu vér kvenna skap,“ segir Skarpheðinn, „at vér reiðimsk við
pllu.“ ... „Gaman þykkir kerlingunni at, móður várri,“ segir Skarpheð-
inn ok glotti við, en þó spratt honum sveiti í enni, ok kómu rauðir flekk-
ar í kinnr honum, en því var ekki vant. Grímr var hljóðr ok beit á vprr-
inni. Helga brá ekki við. (114)
Hér segir Skarphéðinn að það sé karlmannlegt að reiðast ekki en
hann reiðist samt. Grímur en einkum Helgi hegða sér aftur á
móti karlmannlega, bregða sér hvergi við eða sýna á sér reiði-
merki.43 Skarphéðinn hefur skapsmuni konu, þ.e. móður sinnar.
Hömluleysi einkennir hann, ekki síst þegar hann er á alþingi í
hinsta sinn og eys fúkyrðum yfir höfðingja. Mörgum sem hafa
fjallað um Njálu hefur þótt glott Skarphéðins benda til tauga-
veiklunar.44 Sú ógn sem býr í glottinu stafar kannski ekki síst af
því að það er vísbending um öfughneigð hins vanstillta karl-
manns.
42 Sbr. Meulengracht Sorensen 1980: 24-25 o.v., Meulengracht Sorensen 1993:
212-26. Sjá einnig: Agnes Arnórsdóttir 1995: 173-97.
43 Þegar Hrútur fréttir að kona hans hafi sagt skilið við hann er hann „þó vel
stilltr ok var heima gll þau misseri ok rézk við engan mann um sitt mál.“ (26)
44 Sjá t.d. Einar Ólafur Sveinsson 1943: 113-19; Miller 1993: 105-6.