Skírnir - 01.04.2000, Page 47
SKÍRNIR
EKKI KOSTA MUNUR
41
gefit faðir þinn, karl inn skegglausi - því at margir vitu eigi, er hann sjá,
hvárt hann er karlmaðr eða kona.“ Skarpheðinn mælti: „Illa er slíkt ggrt
at sneiða honum afgpmlum, er engi hefir áðr til orðit dugandi maðr.
Meguð þér þat vita, at hann er karlmaðr, því at hann hefir sonu getit við
konu sinni. Hafa fáir várir frændr legit óbættir hjá garði, svá at vér hafim
eigi hefnt.“ Síðan tók Skarpheðinn til sín slœðurnar, en kastaði brókum
blám til Flosa ok kvað hann þeira meir þurfa. Flosi mælti: „Hví mun ek
þeira meir þurfa?" Skarpheðinn mælti: „Því þá - ef þú ert brúðr Svín-
fellsáss, sem sagt er, hverja ina níundu nótt ok geri hann þik at konu.“
(313-14)
Þetta meistaralega sviðsetta atriði - hver sér ekki Skarphéðin fyrir
sér standa einn á meðalpallinum glottandi, eins og þögla ógn við
friðinn? - er eitt hið merkingarþrungnasta í Njálu. Það hnitast
um slæðurnar sem Njáll hefur gefið. Þó þegir hann þegar Flosi
spyr hver hafi gefið og samt er tekið fram að hann sé viðstaddur.
Þetta vekur upp grunsemdir um hver tilgangur Njáls sé með að
setja þær á hrúguna? Er hinn vitrasti og forspáasti manna orðinn
elliær? Eða hefur Njáll illt í hyggju?53
Og hvað með Flosa? Margoft hefur verið hamrað á því að
honum sé lýst af samúð og nærfærni.54 En hegðun hans hér er
ekki geðþekk. Að vísu hefur hann sér það til afbötunar að and-
rúmsloftið er rafmagnað.55 Vitur höfðingi og friðsamur - maður á
borð við Síðu-Hall - hefði þó leitt slæðurnar hjá sér þó að þær
séu hermdargjöf. En Flosi stendur og hlær. Hlátur hans sýnir
taugaveiklun og er áminning um að það er ekki aðeins grátur sem
táknar kvenleik. Flosi ræður ekki við stöðuna, krefst svara en
notar tækifærið til að níða Njál. Þar með veitir hann Skarphéðni
53 Ég hef áður (1992) sett fram þá túlkun í gamni að Njáll hafi þegar hér er komið
sögu lengi stefnt að eigin brennu. Það er enginn vafi á að annars er erfitt að
skýra hegðun hans hér — og það þarf að gera. Ég hef ekki orðið var við að
aðrir hafi túlkað þessa gjöf á sama hátt og hér er gert nema Ursula Dronke
(1981: 13-14) sem hefur verið flestum öðrum glöggskyggnari á hina flóknu
kynferðisumræðu sögunnar. Á hinn bóginn fæ ég engan botn í bótana sem
fylgja slæðunum og munu vera stígvél en virðast eiga heldur illa heima þar. Ef
Njáll væri uppi nú mætti jafnvel skilja þá sem ógn með vísun í dægurlagatexta
(“one of these days these boots are gonna walk all over you”).
54 Sjá m.a. Lönnroth 1976: 176-78; Hermann Pálsson 1984: 98; Kristján Jóhann
Jónsson 1998: 203—4.
55 Sbr. m.a. Meulengracht Sorensen 1980: 9-12.