Skírnir - 01.04.2000, Page 50
44
ÁRMANN JAKOBSSON
SKÍRNIR
ast út í kvenklæðum. Og allt virðist þetta eðlilegt í þessu „karl-
manna riti“ sakir hinnar meistaralegu listrænu blekkingar höf-
undar sem kann flestum betur að beita þögn og úrdrætti.
7. Kynjasaga frá 13. öld
Njálssaga er vefur þar sem ekki aðeins er þætt saman mörgum
sögum á yfirborði heldur einnig í djúpgerð.61 Hún er ekki ein
saga heldur margar. Njálssaga snýst um stríð og frið, kristni og
heiðni, íslenska þjóðveldið, lög, vináttu, öfund og margt annað.
Og um kynlíf og kynferði. Sagan hefst á því að yfirstærð karl-
mennskutákns veldur ógæfu Hrúts. Ríflega hundrað köflum síðar
fer allt í háaloft yfir gjöf frá einum öfugum höfðingja til annars.
Þar í milli er sérstæð saga um samband tveggja karla. Annar
klæðist gervi til að sigra Hrút en er í öðru gervi undir, gervi hetj-
unnar. Hinn skortir skegg og vopn. Undir karllegu yfirborði sög-
unnar, mannraunum, vígaferlum og lagaklækjum, marar hið öf-
uga. Það eru átök í þeim undirdjúpum sem valda Njálsbrennu.
Konur Gunnars og Njáls sinna því karlmannlega athæfi sem
manndráp eru fremst á sviði sögunnar en á meðan gerist sú saga
sem máli skiptir fyrir aftan. Það er ástarsaga og þar eru þær glæð-
ur sem kveikja að lokum Njálsbrennu. Sá eldur gýs upp og verð-
ur ekki slökktur eftir að Njáll hefur otað slæðunum, tákni öfug-
hneigðarinnar, framan í Flosa.
Njálssaga er öðruvísi ástarsaga. Þar er ekki skautað á yfirborði
ástarinnar heldur haldið til undirheimavitundarinnar þar sem
hugtökin kyn og kynlíf búa. Niðurstaðan virðist sú sama og
hinseginfræðinga nútímans, að hið öfuga sé forsenda hins rétta og
kynhlutverk verði best skýrð með því að snúa þeim við. Fyrir
rúmum sjö öldum sýndi höfundur Njálu öfughneigð sem hluta
manneðlisins, ekki hlutskipti fárra öfugugga.62 Sögupersónur
Njálu eiga sér tvær hliðar og aðra öfuga. En það er ekki ljóður á
61 Sbr. Maxwell 1957-1961; Lönnroth 1976: 23-32; Clover 1982: 28-34, 63-77
o.v.
62 Eins og Sedgwick (1994) hefur bent á eru einmitt þessir tveir kostir í því hvaða
afstöðu menn taka til hins öfuga.