Skírnir - 01.04.2000, Side 73
SKÍRNIR STURLUNGA, GOÐAVELDIÐ OG SVERÐIN TVÖ 67
Nokkru síðar ávarpar Jón Ogmundsson konung og segir:
... fjandinn mælti fyrir munn þeim, er í fyrstu talaði, svá segjandi: Nú er
veginn einn konungsmaðr, en makligt væri, at drepnir væri tíu íslenzkir
fyrir einn norrænan. En hugsið um þat, góðr herra, at svá erum vér Is-
lendingar yðrir menn sem þeir, er hér eru innanlands ,..35
Þessi saga sýnir að þótt íslendingar hafi talið sig hafa skyldur við
landa sína umfram aðra menn, og litið að nokkru á sig sem sér-
staka þjóð, þá hafi þeir, a. m. k. sumir, álitið sig menn Noregs-
konungs.
Þetta er í dúr við þær hugmyndir sem hér eru kenndar við
sverðin tvö og gera ráð fyrir að allt vald í hinum kristna heimi
myndi tvo píramíða. A 12. öld vöndust Islendingar því að líta á
erkibiskup sem yfirmann kirkjunnar og íslensku biskupsstólana
sem hluta af alþjóðlegu valdakerfi. Það lá því beint við að skoða
veraldlegt vald einnig sem hluta alþjóðlegs kerfis og hugsa sem
svo að landið væri ekki almennilegur hluti af guðs kristni nema
það væri undir yfirráðum Noregskonungs.
Afstaðan til Snorra Sturlusonar
Sögumanni Sturlungu liggur heldur illt orð til Snorra Sturluson-
ar. Sturla Þórðarson, höfundur íslendinga sögu, var bróðursonur
Snorra og var í einhvers konar læri hjá honum um 1235. Þá var
Sturla rúmlega tvítugur.
Þeir frændur Snorri og Sturla eru mestu sagnfræðingar aldar-
innar. Báðir voru friðarins menn og lítið fyrir vopnaskak. Vera
kann að hagsmunir þeirra og vina þeirra hafi stundum rekist á í
öllum þeim illdeilum sem settu svip á öldina en ekkert í frásögn
Sturlungu bendir til að Sturlu ætti af þeim sökum að vera verr til
Snorra en annarra frænda sinna. Neikvæð afstaða til Snorra verð-
ur því tæplega skýrð með tilvísun til einstakra atburða.
Lítið álit sögumanns á Snorra birtist víða. Hann er t.d. allt
annað en skörulegur í 183. kafla þegar þingmenn hans hlusta ekki
á hann og ,,[e]ngi hirti hvað er hann sagði“.36 Snorra er að vísu
35 Sama rit, 14.
36 Sturlunga 1988:248.