Skírnir - 01.04.2000, Page 75
SKÍRNIR STURLUNGA, GOÐAVELDIÐ OG SVERÐIN TVÖ
69
misjafnt, t.d. þegar hann fór að Hvammi 27 eða 28 ára gamall og
tók hús á Þórði föðurbróður sínum og föður söguhöfundarins
Sturlu Þórðarsonar,42 réðst ásamt Sighvati föður sínum og her
manns á Guðmund biskup Arason og menn hans úti í Grímsey,43
drap syni Þorvalds Vatnsfirðings þótt hann hafi heitið þeim grið-
um44 og lét meiða Órækju Snorrason.45 Þrátt fyrir þessi verk and-
ar hvergi köldu til hans af síðum sögunnar heldur er þvert á móti
gefið til kynna að hann sé afbragð annarra manna, t.d. þegar hann
fer suður til Rómar og er leiddur þar milli höfuðkirkna.
Sturla fékk lausn allra sinna mála í Rómaborg og föður síns og tók þar
stórar skriftir. Hann var leiddur á millum allra kirkna í Rómaborg og
ráðið fyrir flestum höfuðkirkjum. Bar hann það drengilega sem líklegt
var en flest fólk stóð úti og undraðist, barði á brjóstið og harmaði er svo
fríður maður var svo hörmulega leikinn og máttu eigi vatni halda bæði
konur og karlar.46
Sturlu er lýst sem sannkristnum og sáttfúsum höfðingja.47 Þegar
hann brýtur af sér eða gerir eitthvað rangt viðurkennir hann yfir-
sjón sína. Þetta kemur t.d. fram þegar gert er um mál eftir aðför-
ina að Þórði í Hvammi.
Um vorið eftir luku þeir gerðum upp Þorlákur Ketilsson og Böðvar á
Þorbergsstöðum. Þeir gerðu sex tigu hundraða þriggja alna aura fyrir
fjörráð við Þórð en tuttugu hundrað til handa hvorum hinna er sár var
orðinn en þrjú hundruð fyrir hvern þann er fór í Hvamm.
Sturla svarar svo gerðum þessum: „Eigi er of mikið gert til handa
sáramönnum og það skal vel gjalda og það mun sannara að bæta fyrir
flesta þá menn er fóru fólskuferð þessa með mér. En fyrir fjörráð kallast
eg eigi eiga að bæta Þórði föðurbróður mínum því að eg vildi eigi dauða
hans sem eg lýsti fyrir mínum mönnum en eigi mun eg deila við hann
héðan frá um fé það er við höfum eigi orðið ásáttir hér til, Glerárskóga
og annað fé.“48
42 Sturlunga 1988:300-302.
43 Sama rit, 275-278.
44 Sama rit, 338-343.
45 Samarit, 381.
46 Samarit, 351.
47 Um lýsinguna á Sturlu sem kristilegri hetju, sjá Ulfar Bragason 1986.
48 Sturlunga 1988:303-304 (skáletrun mín).