Skírnir - 01.04.2000, Blaðsíða 86
80
PÁLL BJARNASON
SKÍRNIR
Lagið er upphaflega sagt samið við ljóð eftir Frakkann Émile
Debraux (1796-1831), Souvenirs d’un vieux militaire. Af aldri
þeirra að dæma eru lag og ljóð að líkindum ort á árunum
1815-1825. Menn þessir voru þekktir og vinsælir á sinni tíð. Tón-
skáldið Doche starfaði lengi sem hljómsveitarstjóri í Vaudeville-
leikhúsi í París og er sagður hafa samið fjölda laga sem m.a. voru
sungin í gamansöngleikjum (vaudevilles). Elsta heimild sem und-
irritaður þekkir um að Doche sé höfundur lagsins er franskt
söngvasafn frá árinu 1843, og á meðan ekki finnast öruggari
sönnur á að hann sé höfundur er rétt að slá þar varnagla.4
Franska ljóðið, sem oftast er kennt við upphafsorðin, „Te
souviens-tu“, fjallar um gamla stríðsfélaga sem hittast á ný og
rifja upp minningar sínar. Annar var höfuðsmaður, hinn hermað-
ur sem nú betlar sér brauð. Höfuðsmaðurinn á hermanninum líf
sitt að launa. Þeir minnast afreka franska hersins víða um lönd,
meðal annars á norðlægum sléttum þar sem brennheit þjóðernis-
ástin kom í veg fyrir að þeir frysu í hel. Ljóðið er mjög tilfinn-
ingaþrungið og fær sterkan, sérstæðan svip vegna stefsins, „te
souviens-tu“ („manstu eftir því“), sem endurtekið er með smátil-
brigðum fyrst og síðast í hverju erindi. Erindin eru sex og hefst
kvæðið þannig:
Te souviens-tu, disait un capitaine
Au vétéran qui mendiait son pain,
Te souviens-tu qu’autrefois dans la plaine,
Tu détournas un sabre de mon sein?
Sous les drapeaux d’une mére chérie,
Tous deux jadis nous avons combattu;
4 Chants et Chansonspopulaires de la France, H. L. Delloge gaf út, 2. útg., París
1858-1859, I, bls. 9 (óbreytt endurprentun á 1. útg. 1843). í öðru frönsku
söngvasafni frá 1834 er nafns tónskáldsins ekki getið (P. J. de Béranger,
Musique des chansons, París 1834. Béranger samdi tvö ljóð við þetta lag, bls.
156-157 og 260). í Nouvelle Biographie Générale, útg. Rosenkilde og Bagger,
Kaupmannahöfn 1965, sem hér er stuðst við um ævi Doches, eru talin upp
nokkur vinsælustu verk hans, en þetta lag er ekki nefnt þar á meðal.