Skírnir - 01.04.2000, Síða 90
84
PÁLL BJARNASON
SKÍRNIR
inga, eða 1836, var frumsýndur í Kaupmannahöfn einn vinsælasti
gamansöngleikur („vaudeville") Johans Ludvigs Heibergs, Neiið.
Þar syngja aðalpersónurnar ástardúett undir þessu lagi. Upphafið
á kvæði Heibergs bendir til tengsla við þýska eða franska kvæðið:
„Erindrer Det Det var i Kongens Have.“ Þessi söngur vakti hörð
viðbrögð hjá ungum Dana, Læssoe, sem síðar varð þekktur her-
foringi. Hann var viðstaddur frumsýningu Neisins og skrifaði
skömmu síðar vini sínum í París um hana:
Annars varð ég mjög argur út í Heiberg þetta kvöld, því að í gaman-
leiknum skopstældi hann „T’en souviens-tu“. Ég hefndi mín á honum
með því að hlusta aðeins á lagið og taka ekkert eftir orðunum. ... Ég
hugsaði um pólsku frelsisbaráttuna og heyrði fallegasta lag sem ég þekki.
... Hengdu hann fyrir þennan ófyrirgefanlega stráksskap þegar hann
kemur til Parísar. Þú munt finna næga aðstoðarmenn til að koma honum
í gálgann þegar þú segir Parísarbúum og Pólverjum frá ódæði hans.11
Læssoe telur að ljóð Debraux, „T’en souviens-tu“, fjalli um
pólska frelsisbaráttu svo að hér er eitthvað málum blandið. Hugs-
anlegt er að lagið hafi verið sungið af pólskum útlögum í París
við Ijóð sem tengdist frelsisbaráttu Pólverja, ort í líkingu við
„T’en souviens-tu“, eða Læssoe hafi þekkt þýska ljóðið úr leikriti
Karls von Holteis og haldið að „T’en souviens-tu“ væri sama efn-
is.
Hvað sem slíkum getgátum líður er ljóst að lagið var sungið
við ýmis ljóð og hefur víða notið vinsælda. En hljótt hefur verið
um tónskáldið, enda gömul saga og ný að vinsæl lög meðal al-
þýðu verða fljótt að „þjóðlögum" og höfundarnir gleymast. I
11 Johan Ludvig Heiberg, Poetiske Skrifter II, Kaupmannahöfn 1932, bls. xi-xii.
Tilvitnunin er þannig á frummálinu: „Forresten blev jeg samme Aften arrig
paa Heiberg, fordi han i Vaudevillen havde parodieret „T’en souviens tu“. Jeg
hævnede mig ved kun at hore paa Melodien og aldeles ikke lægge Mærke til
Ordene, skjont det var Fru Heiberg, der sang dem. Det lykkedes mig ogsaa
ganske; jeg tænkte paa den polske Frihedskamp og horte den smukkeste
Melodie, jeg kjender, og jeg veed kun eftir Andres Udsagn at Heibergs Ord
skal have været snurrige nok. Hæng ham for hans utilgivelige Kaadhed, naar
han kommer til Paris; Du vil finde medhjælpere nok til at bringe ham á lanter-
ne, naar Du fortæller Pariserne og Polakkerne hans Udaad.“