Skírnir - 01.04.2000, Page 96
MAGNÚS ÞÓR ÞORBERGSSON
Musteri tungunnar
Þjóðleikbúsið og leiklistarumræða um 1950
I
um það leyti sem tilburðir til samfelldrar leiklistarstarfsemi
hófust hér á landi um og eftir 1900 gjörbreyttust hugmyndir
manna í Evrópu um form leiklistarinnar. Á fyrstu áratugum 20.
aldar komu fram tilraunamenn í leikhúsinu, sem settu fram nýjar
og byltingarkenndar kenningar um tilgang og aðferðir leikhúss-
ins, menn á borð við Vsevolod Meyerhold og Jévgení Vaktangov
í Rússlandi, Max Reinhardt í Þýskalandi og Jacques Copeau í
Frakklandi, svo að nokkrir séu nefndir. Þetta tímabil, frá því
skömmu fyrir 1900 og fram til 1930, má því ótvírætt telja eitt
frjósamasta skeiðið í sögu leiklistar á Vesturlöndum.
Á þessum tíma var leiklistin að hasla sér völl í vaxandi borgar-
menningu hér á Islandi. Leikfélag Reykjavíkur hóf reglubundna
starfsemi sína 1897 og fljótlega upp úr því komu fram hugmyndir
um þjóðleikhús handa íslendingum. Á sama tíma og leiklist í
Evrópu lifði sitt róttækasta og frjósamasta skeið var tekið til við
að reisa þjóðleikhús í Reykjavík.
Þó varð bið á því að hægt væri að taka þetta nýja þjóðleikhús í
notkun. Það var vígt við hátíðlega athöfn 20. apríl 1950 og í kjöl-
farið fylgdi menningarveisla sem átti sér varla nokkurn sinn líka í
sögu þjóðarinnar. Að lokinni formlegri vígsluathöfn með hátíð-
arræðum menntamálaráðherra og Þjóðleikhússtjóra, og hátíðar-
forleik ásamt fleiru, var í fyrsta sinn leikið á hinu nýja og glæsi-
lega sviði leikhússins. Vígsluverkið var hið 80 ára gamla leikrit
Nýársnóttin eftir „föður Þjóðleikhússins“, Indriða Einarsson, í
leikstjórn barnabarns hans, Indriða Waage. I rauninni stóð
vígsluhátíðin í tvo daga enn, því að þann 21. apríl var Fjalla-Ey-
vindur Jóhanns Sigurjónssonar frumsýndur og daginn þar á eftir
ný leikgerð Islandsklukku Halldórs Laxness.
Skírnir, 174. ár (vor 2000)