Skírnir - 01.04.2000, Page 98
92
MAGNÚS ÞÓR ÞORBERGSSON
SKÍRNIR
vera tilbúið árið 1934, en kreppan, linnulausar pólitískar deilur og
loks heimsstyrjöldin síðari urðu til þess að vígsla hússins tafðist
um 16 ár.
Islensk leiklistarsaga er ákaflega stutt samanborið við sögu
leiklistar nágrannaþjóðanna. Engum þéttbýlisstöðum eða hirðum
var hér til að dreifa, en í aldanna rás hefur slíkt umhverfi verið
nauðsynleg forsenda leiklistar. Það er því eðlilegt að spyrja
hvernig leiklistin náði að vaxa í þessu litla samfélagi, þar sem
menningin einkenndist hvað mest af mikill ást og rækt við bók-
menntir og orðlist. Þó að leiklistin og bókmenntirnar séu sam-
ofnar að því leyti að hefðbundin leiklist fæst við að túlka leikbók-
menntir, þá eru þessar tvær listgreinar í eðli sínu gjörólíkar. Mátt-
ur bókmenntanna felst í bókstafnum, ritverkum sem geymast og
erfast milli kynslóða, en leiklistin er list augnabliksins; þegar leik-
sýningunni lýkur er hún að eilífu horfin. Opnun Þjóðleikhússins
bauð því upp á mikla og lifandi umræðu um stöðu og hlutverk
leikhúss í landinu, um þá sérstöðu sem leiklistarformið hefur. En
staðreyndin er sú að umræðurnar sem kviknuðu í kringum opn-
un Þjóðleikhússins snerust meira um aðlögun leikhússins að bók-
stýrðri menningu en um leikhúsið sjálft, sérstöðu þess og form.
II
Vísir að hugmyndum um þjóðleikhús kom fyrst fram hjá leikhús-
frumkvöðlinum Sigurði Guðmundssyni á síðari hluta 19. aldar.
Árið 1873 setti hann fram hugmyndir sínar um leikhús í Reykja-
vík, þó að hann notaði reyndar ekki orðið þjóðleikhús. Að hans
mati var mikil nauðsyn á ,,hús[i], þar sem haldnar yrðu comedí-
ur,“ með „fastri scenu“ til þess að mennta fólk á sviði skáldskap-
ar, söngs og tónlistar, og um leið lítur hann greinilega á leikhúsið
sem uppeldisstofnun.3 En leikhúsið átti ekki síður að þroska og
efla þjóðernistilfinningu meðal fólksins, enda yrðu leikir á
dönsku bannaðir á íslensku leiksviði.
Ári áður en Sigurður setti fram kenningar sínar höfðu piltar í
Latínuskólanum fært á svið tvö leikrit. Annað þeirra var Nýárs-
3 Sjá Svein Einarsson 1991:254-55.