Skírnir - 01.04.2000, Page 104
98
MAGNÚS ÞÓR ÞORBERGSSON
SKÍRNIR
Halldór minnir á að leiksviðum í borginni hafi fækkað frá alda-
mótum, þó svo að íbúafjöldi hafi áttfaldast. En hann færir líka
rök gegn þjóðleikhúsbyggingunni sem enginn annar samtíma-
maður virðist hafa komið auga á. Húsið hafði verið teiknað á sín-
um tíma, og samkvæmt þeirra tíma kröfum um nútímalegt leik-
hús, en Halldór telur að þjóðleikhúsbyggingin standist engan
veginn kröfur samtímans um leikhús:
Allir sem eitthvert skynbragð bera á leikhússtarfsemi, eru á einu máli
um, að betra væri að reisa nú nothæft og fallegt leikhús, miðað við tækni,
þarfir og hugmyndir nútímans, á fögrum og heppilegum stað, fyrir milj-
ónir króna heldur en kasta þeim í að fullgera byggingu, sem svarar ekki
betur kröfum manna um leikhús en þessi gerir.16
Þótt merkilegt kunni að virðast náðu orð Halldórs ekki að koma
af stað almennri umræðu um hvort leikhúsið væri enn í takt við
tímann. Þó má leiða getum að því að ummæli hans hafi orðið til
þess að hann var ári síðar skipaður í rekstrarnefnd Þjóðleikhúss-
ins. Ur fundargerðum þeirrar nefndar má merkja að hann, sem og
aðrir meðlimir hennar, hafi lagt mikla áherslu á að starfsemi leik-
hússins yrði sem best undirbúin og vildi nefndin leita ráða hjá
arkitektum og öðrum sérfræðingum sem fengist höfðu við leik-
húsbyggingar.17 Þar eð Þjóðleikhúsið var fyrsta hús sinnar teg-
undar hér á landi hafði enginn Islendingur reynslu á þessu sviði
(og í raun heldur ekki Guðjón Samúelsson, arkitekt hússins) og
því var leitað ráða hjá erlendum fagmönnum.
Samkvæmt fundargerðum nefndarinnar leið varla nokkur
fundur svo að ekki væri drepið á hin sérstæðu vandamál leikhús-
bygginga og þá rætt um hvernig hægt væri að ljúka við leikhúsið
þannig að það hentaði nútímalegri leiklist. Þrátt fyrir þessar
áherslur nefndarinnar náði umræðan aldrei eyrum almennings að
neinu ráði. I þeirri grósku sem átti sér stað í evrópsku leikhúsi á
fyrsta þriðjungi tuttugustu aldar var einmitt þetta vandamál leik-
húsbygginga, og sérstaða þeirra, áberandi þáttur í almennri um-
16 Saraa: 8.
17 Fundargerðir nefndarinnar eru varðveittar á handritadeild Landsbókasafnsins:
óskráð, 1982.