Skírnir - 01.04.2000, Page 105
SKÍRNIR
MUSTERI TUNGUNNAR
99
ræðu um leikhús. Flestir hinna miklu byltingarmanna leikhússins
létu sig á þessum tíma dreyma um hið fullkomna leikhús og veltu
því fyrir sér hvaða kostum slíkt hús þyrfti að vera búið, m.a.
Vsevolod Meyerhold í Rússlandi og Max Reinhardt í Þýskalandi.
Walter Gropius skrifaði t.a.m. mjög athyglisverða grein um leik-
húsbyggingar einmitt á þeim tíma sem Þjóðleikhúsið átti að opna,
árið 1934.18 En þessi umræða birtist þó ekki hér á landi, nema í
þessari einu grein Halldórs Laxness og í áhyggjum nefndarinnar.
I umræðunni um Þjóðleikhúsið voru aðrir hlutir ofar á baugi,
sem taldir voru mikilvægari en það hvort húsið stæðist kröfur
nútímaleiklistar.
IV
Þótt vissulega sé að mörgu leyti hægt að vera sammála orðum
Halldórs Laxness um að húsið hafi á þessum tíma verið nokkuð á
eftir eðlilegri þróun leikhússins og leikhúsbygginga, leikur að
sjálfsögðu enginn vafi á að opnun Þjóðleikhússins gjörbylti að-
stæðum leiklistar í landinu. Breytingarnar fólust svo sannarlega
ekki eingöngu í aðstöðumun, ef Þjóðleikhúsið er borið saman við
t.a.m. Iðnó, heldur var leiklistin loks viðurkennd sem atvinnulist-
grein. Loksins gátu leikarar helgað sig list sinni, í stað þess að
stunda hana í hjáverkum, eins og áður hafði tíðkast.19 Haraldur
Björnsson, fyrsti lærði leikarinn á íslandi, sem lært hafði leiklist í
Konunglega danska leiklistarskólanum þegar á þriðja áratugnum,
skrifaði í ævisögu sinni:
Persónulega fannst mér ég hafa lagt undir mig veröldina. Hugsa sér ann-
að eins. Eftir tuttugu og þrjú ár frá því ég lauk námi gat ég tekið til starfa
sem fullgildur leikari. Eftir sextán ára strit gat ég hætt erfiðri og tíma-
18 Sjá Manfred Brauneck 1993 og Erika Fischer-Lichte 1995.
19 Reyndar var viðleitni í átt til atvinnuleiklistar þegar að finna hjá ríkisútvarp-
inu, sjá einnig nmgr. 1. En aftur á móti voru nokkrir leikarar sem ekki virtust
hafa brennandi áhuga á að starfa við atvinnuleikhús, eða töldu slíkt ekki hag-
kvæmt, eins og Brynjólfur Jóhannesson, sem á þessum tíma var orðinn rót-
gróinn bankastarfsmaður og átti ekki langt í eftirlaunaaldur. Sjá Silju Aðal-
steinsdóttur 1997:9 og Njörð P. Njarðvík 1963:141-42.