Skírnir - 01.04.2000, Page 107
SKÍRNIR
MUSTERITUNGUNNAR
101
sýna hér. Má með sanni segja, að nú loksins hefir íslenzkum leikurum
gefizt boðlegur leikvangur og sæmilegir atvinnumöguleikar með.23
Athyglisvert er hvernig starfsaðstæður leikara eru í þessari grein
úr Vísi tengdar tæknilegum möguleikum leikhússins. I hinum
byltingarkenndu breytingum í leiksviðstækni, nýjum möguleik-
um í lýsingu og hringsviðinu sáu margir leikhúsáhugamenn nýja
möguleika á þróun leiklistarinnar. Sumir, t.d. Kristinn E. Andrés-
son, gengu meira að segja svo langt að telja tæknina grundvöll
allrar þróunar í listum:
Framvinda listar og menningar er tæknin. Þjóðleikhúsið er tæki margfalt
fullkomnara en áður lagt upp í hendur Islendingum, leikurum, rithöf-
undum og leikhússtjórn. Það veitir ríkuleg skilyrði til að glæða nýtt leik-
listarlíf á Islandi.24
Hvaða möguleika hér væri um að ræða var aftur á móti lítið sagt.
Engin umræða átti sér stað um þær breytingar eða þá þróun inn-
an leiklistarinnar sem hin nýja tækni átti að geta af sér. Hins veg-
ar heyrðust raddir sem lofuðu mjög tæknilega möguleika leik-
hússins, en tóku um leið fram að þeir væru ekki kjarni þess. Til
dæmis sagði formaður leikhúsráðs um hina nýju tæknilegu
möguleika hússins í útvarpsviðtali:
Og öllu þessu á að fagna og þakka fyrir það, allan þennan útbúnað og
glæsileik og fyrir það að við höfum ágæta menn til þess að fara með
þetta, en samt sem áður ekki að gleyma því að leiklist er fyrst og fremst
látbragðsins og orðanna persónulega list.25
Vissulega er þetta nokkuð rétt skilgreining hjá Vilhjálmi Þ. Gísla-
syni. En í þeirri miklu umræðu um Þjóðleikhúsið sem fram fór á
þessum árum vék þó list látbragðsins fljótt og örugglega fyrir list
orðanna. I allri leiklistarumræðu þessa tíma, sem lifnaði mikið yf-
ir við opnun Þjóðleikhússins, er það hvorki leiksviðstæknin sem
er í forgrunni, né heldur leiklistin sjálf. Hinar nýju og breyttu að-
23 Visir 21.4. 1950:1.
24 Kristinn E. Andrésson 1950:1.
25 Vilhjálmur Þ. Gíslason 1950a.