Skírnir - 01.04.2000, Page 108
102
MAGNÚS ÞÓR ÞORBERGSSON
SKÍRNIR
stæður leiklistarinnar voru að nokkru leyti aukaatriði, bylting
sem mikið var glaðst yfir, en hinn drífandi kraftur umræðunnar
var sóttur í hefðina, í máttarstólpa íslenskrar menningar: bók-
menntirnar og tunguna.
V
Menningarumræða á Islandi hafði líklega sjaldan tekið eins mik-
inn kipp og vikurnar fyrir opnun Þjóðleikhússins. Vígsla hússins
var ekki aðeins mikið fagnaðarefni, heldur var öllum ljóst að
menningarlegt hlutverk slíkrar stofnunar hlyti að vera mikilvægt.
Það var því sjálfgefið að skilgreina þurfti vel hver stefna og mark-
mið Þjóðleikhússins skyldu vera. A opnunardegi hússins birtist
grein eftir formann Þjóðleikhúsráðs, Vilhjálm Gíslason, í Morg-
unblaðinu, þar sem hann leitast við að skýra hvaða menningar-
legu ábyrgð Þjóðleikhúsið hefði að bera og hvert hlutverk þess
væri í menningunni:
Hlutverk Þjóðleikhússins er markað í stórum dráttum í lögunum um
rekstur þess. Það er efling hverskonar leiklistar. Þjóðleikhúsið verður
fyrst og fremst leikhús, dramatískt leikhús, þó að væntanlega verði þar
einnig fluttir söngleikir og dansleikir. Leiklistin er fjölþætt og fögur list
og þarf oft að taka í þjónustu sína eða vinna með öðrum listgreinum,
tónlist, danslist, málaralist og vissri byggingarlist. List lita og ljósa og
uppsetning hæfilegs umhverfis fyrir orð og athafnir leiksins er ávalt mik-
ilsverður þáttur leiksýningarinnar. Stundum þarf þetta að vera mikið og
flókið, annars staðar fer vel á að það sé einfalt og óbrotið.26
í þessum kafla er Þjóðleikhúsið klárlega skilgreint sem dramatískt
leikhús, sem stofnun til eflingar leiklistinni. Það er nokkuð at-
hyglisvert að Vilhjálmur sundurliðar hér ýmsa þætti leikhússins
og leggur áherslu á mikilvægi þess að þættirnir fléttist vel saman.
Þó að það sé e.t.v. nokkuð langsótt er freistandi að líta á þessa
áherslu Vilhjálms sem ákaflega frumstæðan vísi að einhvers konar
leikhústáknfræði, eins og ýmsir fræðimenn hafa stundað hana, þar
sem merking tákna á leiksviði ræðst af samspili mismunandi tákn-
26 Vilhjálmur Þ. Gíslason 1950b:5.