Skírnir - 01.04.2000, Page 114
108
MAGNÚS ÞÓR ÞORBERGSSON
SKÍRNIR
bókmennta og tungu, vörður hinna hæstu menningargilda. Þessi
myndlíking felur óneitanlega í sér skilning á leiklist sem list
tungumálsins fyrst og fremst, sem leiðir af sér að umræðan um
leikhúsið leiddist oftar en ekki út í umræðu um tungumálið og
meðferð þess eingöngu:
I einu efni öðrum fremur hlýtur Þjóðleikhúsið að verða vörður gamals
arfs og þjóðlegra verðmæta, það er í meðferð íslenzkrar tungu. Þjóðleik-
húsinu og leikurum þess ber rík skylda til að vanda og fága mælt mál,
bæði laust og bundið og ekki síður þjóðleg einkenni hins bundna máls.
Á leiksviði Þjóðleikhússins á að hljóma hispurslaust lifandi mál, stutt af
virðuleik hins aldagamla bókmáls.37
I þessum orðum Vilhjálms Þ. Gíslasonar endurspeglast mjög vel
hvernig Þjóðleikhúsið átti að þjóna tungumálinu, hinu talaða
máli, sem byggt var á hinu aldagamla bókmáli. Meðferð tungunn-
ar var flestum þeim sem lögðu orð í belg um skyldur Þjóðleik-
hússins ofarlega í huga.38 Einar Pálsson lýsti í Bæjarblaðinu, fjór-
um dögum eftir opnun hússins, áhyggjum sínum að bókmálið,
hið forna ritmál með sinni göfugu hefð, yrði um of haft til hlið-
sjónar á sviði Þjóðleikhússins. I því tilviki væri viss hætta á að
bókmálið virðulega kæfði talmálið og hindraði þróun þess. Vissu-
lega væri vandvirk meðferð íslenskrar tungu í leikhúsinu ákaflega
mikilvæg, en hins vegar væri nauðsynlegt að sviðsmálið næði að
eflast og þroskast, án þess að sligast undan þunga hefðarinnar.
Það er greinilegt á máli Einars að máttur tungunnar þótti ekki
aðeins mikilfenglegur og virðulegur, heldur var einnig óttast að
hann kynni að verða heftandi. Þjóðleikhúsið mátti samkvæmt
þessum kvíðaröddum ekki hljóta embætti allsherjarvarðhunds
tungunnar, heldur átti það að efla þroska og þróun hins talaða
máls á sínum eigin forsendum. Og Einar Pálsson var ekki sá eini
sem vakti athygli á sterkri valdastöðu tungunnar þegar leikhúsið
var annars vegar. Þegar árið 1941 hafði Haraldur Björnsson beint
37 Vilhjálmur Þ. Gíslason 1950b:9.
38 í núgildandi lögum um Þjóðleikhúsið er enn lögð mikil áhersla á að það eigi
að vera leiðandi í vandaðri meðferð íslenskrar tungu.