Skírnir - 01.04.2000, Page 116
110
MAGNÚS ÞÓR ÞORBERGSSON
SKÍRNIR
Hér er það aftur meðferð tungunnar sem hlýtur mest vægi innan
veggja Þjóðleikhússins. Það er athyglisvert hvernig hið talaða mál
á leiksviðinu er sí og æ slitið úr samhengi við táknkerfi leikhúss-
ins og gert hærra undir höfði. I stað þess að skoða leiklistina sem
listgrein er kemur merkingu til skila með aðstoð margþætts tákn-
kerfis (og hið talaða orð er ekki undantekningarlaust hluti þess
táknkerfis, sbr. látbragðsleik) er leiklistin skilgreind sem list hins
talaða orðs, og meira að segja sem „list hins fagra íslenzka máls“,
eins og Haraldur Björnsson orðar það.
Það leiðir því af sjálfu sér að eitt helsta hlutverk Þjóðleikhúss-
ins og þess æðsta takmark er aukinn þroski og fegrun málsins.
Guðmundur G. Hagalín lýsti því t.d. yfir nokkrum árum fyrir
vígslu hússins: „Eitt af hinum mikilvægustu verkefnum hvers
Þjóðleikhúss er fegrun málsins, og þá er tekið verður að samræma
og fegra framburð manna hér á landi, verður Þjóðleikhúsið veiga-
mikill aðili að því starfi.“42 Hér er leikhúsinu veitt enn eitt upp-
eldishlutverkið, sem snertir beint hið talaða orð. Ljóst er að menn
gerðu miklar kröfur til menningarlegs hlutverks Þjóðleikhússins.
Það skyldi standa vörð um tunguna, sem í íslenskri menningu
hefur hlotnast sess hins dýrasta menningarverðmætis, sem öll ís-
lensk menning og hin menningarlega og þjóðlega sjálfsmynd
hvílir á. Þegar um svo alvarlegar og þungar skyldur er að ræða,
þarf að vanda val orða sinna og nota þau hin dýrustu:
Þjóðin hefur fengið leikhús, hátt til lofts og vítt til veggja, sem á að vera
hof íslenzkrar leikmenningar og hefja til vegs orðsins og söngsins list.
Þetta hús á í framtíðinni að vera musteri íslenzkrar tungu. Hér á málið
að hljóma í sinni fegurstu mynd, mjúkt, hreint og sterkt. Hér á að vera
griðarstaður móðurmálsins og þjóðlegrar menningar.43
Þetta brot úr hátíðarræðu menntamálaráðherra, Björns Ólafsson-
ar, við vígslu Þjóðleikhússins er fullt áhugaverðra staðhæfinga. I
fyrsta lagi er Þjóðleikhúsið skilgreint sem eign þjóðarinnar, eins
42 Guðmundur G. Hagalín 1947:105.
43 Björn Ólafsson 1950:8.