Skírnir - 01.04.2000, Page 118
112
MAGNÚS ÞÓR ÞORBERGSSON
SKÍRNIR
leiklistargagnrýni sem skrifuð var á þessum árum. Gagnrýnin
snerist oftast mun meir um leiktextann en uppsetninguna. Or-
sjaldan eyðir gagnrýnandinn púðri í þau fyrirbæri leiksýningar-
innar sem leikhúsforminu eru eiginleg og hvernig þeir sérstæðu
þættir eru nýttir í viðkomandi uppfærslu, ef sú gagnrýni er und-
anskilin þar sem gagnrýnandinn telur bókmenntaverkið ekki hafa
verið túlkað rétt. Gagnrýni, þar sem meirihluta greinarinnar er
varið í umfjöllun um leiktextann, án þess að vísað sé hið minnsta
til uppsetningarinnar, er ekkert einsdæmi í dagblöðum þessara
ára.45 Einnig hér er umræðunni um leiklist stýrt af orðræðu bók-
menntanna.
VI
En það er ekki eingöngu í leiklistarumræðu og -gagnrýni sem
bókmenntaarfurinn og máttur tungunnar sýnir tök sín á leikhús-
inu. Stýring hefðarinnar birtist einnig í vcrkefnavali Þjóðleik-
hússins og efnistökum íslenskra leikskálda á fyrstu starfsárum
hússins. Frá 1950 til 1955 voru sextán íslensk verk flutt á sviði
Þjóðleikhússins, þar af voru níu frumuppfærslur. Af þessum sext-
án verkum fjalla aðeins þrjú á einhvern hátt um málefni samtím-
ans: Dóri eftir Tómas Hallgrímsson frá 1951, Silfurtúngl Halldórs
Laxness frá 1954 og Þess vegna skiljum við eftir Guðmund
Kamban, sem sýnt var 1952.
Hvað einkennir þá hin þrettán verkin? Á einn eða annan hátt
leita þau öll aftur í sagnaarf bókmenntanna. I rauninni er hægt að
skipta þeim í þrjá flokka: 1) söguleg leikrit, sem fjalla um sögu-
lega atburði eða persónur (átta verk), 2) þjóðsagnaleikrit, sem
byggja á gömlum þjóðsögum og ævintýrum (fimm verk) og 3)
leikgerðir af skáldsögum (tvö verk).
Geysilegar vinsældir sögulegra viðfangsefna í íslenskri leikrit-
45 Að mörgu leyti má segja að nú fimmtíu árum síðar hafi ekki margt breyst í
þessum efnum, sem má til að mynda rökstyðja með því að bókmenntafræð-
ingar, sem enga sérmenntun hafa á sviði leiklistar, eru iðulega ráðnir til að
gagnrýna leiklist í fjölmiðlum landsins.