Skírnir - 01.04.2000, Page 119
SKÍRNIR
MUSTERITUNGUNNAR
113
un hafa orðið m.a. Sveini Einarssyni umfjöllunarefni í leiklistar-
sögu hans: „I rauninni hafa söguefnin aldrei misst mátt sinn í
leikhúsi okkar og söguleg leikrit hafa skotið upp kollinum öðru
hverju fram á þennan dag, sum hver ekki ólífvænleg.“46 Og vin-
sældir þessara verka meðal áhorfenda segja einnig sína sögu. Tvær
vinsælustu sýningar Þjóðleikhússins 1950-1955 eru leikgerðu
skáldsögurnar tvær, Islandsklukkan og Piltur og stúlka, og þar á
eftir fylgja þjóðsagnaleikritin Skugga-Sveinn, Nýársnóttin og
Gullna hliðið. Eina samtímaverkið sem naut einhverra vinsælda
var Silfurtúngl Halldórs Laxness, sem tæplega 10.000 áhorfendur
sáu, en það var þriðjungur af áhorfendafjölda Islandsklukkunnar.
Hin tvö leikritin, sem ekki falla undir þessa flokkun hér að ofan,
eru mun neðar á listanum.
Fyrir utan Islandsklukkuna eru sex vinsælustu sýningar Þjóð-
leikhússins á þessum árum enduruppfærslur eldri verka, þegar
eingöngu íslensk leikrit eru skoðuð. Þetta eru verk sem áhorfend-
ur þekktu vel til og höfðu flest notið talsverðra vinsælda á sínum
tíma hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Islandsklukkan var einnig þekkt
meðal áhorfenda, þótt þarna hafi verið um frumuppfærslu leik-
gerðarinnar að ræða; skáldsagan var flestum vel kunnug. En hinar
gríðarlegu vinsældir leikgerðra skáldsagna áttu ekki eftir að
minnka næstu áratugina. Margar af vinsælustu leiksýningum
Þjóðleikhússins eru einmitt slíkar leikgerðir og þar hafa skáldsög-
ur Halldórs Laxness verið einna mest áberandi. I tilefni af 35 ára
afmæli Þjóðleikhússins skrifaði Ólafur Jónsson um ótrúlegar vin-
sældir leikgerðra skáldsagna:
Svo mikið er víst að ekki eru það nýstárlegar dramatískar úrlausnir sögu-
efnanna sem laðar fólk að þessum leikjum, öllu heldur mannlýsingar og
atburðir sagnanna eins og þetta verður endurtekið eftir bókinni á leik-
sviði.47
Velgengni leikgerða hafa verið slíkar að þær virðast stundum ör-
46 Sveinn Einarsson 1996:240. 1 neðanmálsgrein telur Sveinn leikgerðu skáldsög-
urnar tvær sem Þjóðleikhúsið sýndi á fyrstu fimm árum sínum, Islandsklukk-
una og Pilt og stúlku til þessa flokks.
47 Ólafur Jónsson 1985:24.