Skírnir - 01.04.2000, Page 135
SKlRNIR LANDNÁM ÍSLANDS OG C-14 ALDURSGREININGAR 129
G. Vilmundardóttir hafa rannsakað og hafa verið aldursgreind
(17; 18; 19), voru gerðar mælingar á jurtum sem vaxa í vatni. Gera
má ráð fyrir því að slíkar jurtir hafi lágan 14C styrk vegna þess að
geislavirkni í hveravatni er yfirleitt minni en í andrúmsloftinu.
Ingrid U. Olsson (2; 18) skýrir frá niðurstöðum aldursgreininga á
einu sýni frá Flúðum 1989 og tveimur sýnum frá Reykjadal við
Hveragerði árið 1990. Sýndaraldur er í þessum tilvikum u.þ.b.
1000, 7500 og 14.500 ár. Gera má ráð fyrir því að flæði eigi sér
stað milli kolsýru vatnsins og loftsins og að sýndaraldurinn fari
lækkandi í vatninu þegar fjær dregur uppsprettunni, auk þess sem
máli skiptir hvort jurtirnar standa upp úr vatninu eða eru í kafi.
Einnig getur vatn frá fleiri en einni uppsprettu blandast saman.
Arný E. Sveinbjörnsdóttir o.fl. (19) tóku seinna sýni úr vatni og
vatnajurtum í nágrenni Hveragerðis og birtu niðurstöður C-14
aldursgreininga sem hljóða upp á um 5800-20.000 14C ár. Styrkur
landjurta sem uxu á lækjarbökkunum var ámóta og í andrúms-
loftinu, sem á þessum tíma var nokkurn veginn sá sami í Abisko
og á Svalbarða, þótt hann hefði almennt verið hærri áður í
Abisko en á Svalbarða og yfir Islandi. Svipaður munur hefur
einnig fundist eftir 1992 (sjá síðar). Árný E. Sveinbjörnsdóttir
o.fl. (19) lögðu fram niðurstöður C-14 aldursgreininga á vatna-
mosa frá Hólmsá, sem er langt frá jarðhitasvæðum. 14C styrkur
hans reyndist vera um 5% lægri en í jurtunum á lækjarbökkunum
í Hveragerði. Þetta er svipuð niðurstaða og hefur fengist í mörg-
um stöðuvötnum í Svíþjóð sem innihalda mjúkt vatn. Árný Erla
Sveinbjörnsdóttir o.fl. (19) héldu því fram í grein sinni að yfirleitt
væri hægt að útiloka áhrif frá hörðu vatni í íslenskum sýnum
vegna kalkskorts.
Bruns o.fl. (20), sem Páll Theódórsson styðst við í Skírnis-
grein sinni (1), hefur fundið lækkaðan 14C styrk vegna kolsýruút-
streymis af völdum eldvirkni á Eifel-svæðinu x Þýskalandi. Sama
er að segja um eyjuna Thera í Eyjahafinu, en þar hefur sýndarald-
ur greinst allt að 1400 ár, en flestum sýnunum var safnað mjög
nálægt kolsýruuppsprettum. Saupé o.fl. (21) hafa safnað sýnum
frá svæði þar sem ekki hefur gosið í nokkur hundruð þúsund ár
en kolsýruútstreymi er til staðar. ítalskt tré, sem óx í námu frá
miðöldum, reyndist hafa sýndaraldur 5730±110 ár. Calderoni