Skírnir - 01.04.2000, Page 141
SKlRNIR LANDNÁM ÍSLANDS OG C-14 ALDURSGREININGAR 135
D. Þróunin á níunda áratugnum ogfram til dagsins í dag
Rannsókn í rannsóknarstofunni í Tucson (37) bendir til minni
geislavirkni andrúmsloftsins, sem nemur 2,6±0,9%o á tímabilinu
1870-1885 e. Kr. Þetta var mælt í árhringjum grenitrés sem óx ná-
lægt MacKenzie-ánni í Kanada og borið saman við niðurstöður
Stuiver och Quay (38). Fyrri mælingar í annarri rannsóknarstofu,
sem vísað er til (37), gáfu svipaðar niðurstöður.
Rannsóknir Vogels o.fl. (39; 40) á trjáhringjapörum frá mis-
munandi stöðum á jörðinni sýna frávik í 14C geislavirkni sam-
bærileg þeim sem Ingrid U. Olsson (28; 29) fann í sýnum sem
voru menguð af kjarnorkutilraunum.
Ingrid U. Olsson og Göran Possnert (41) rannsökuðu sam-
svörun milli sýna úr andrúmsloftinu yfir Abisko og mismunandi
vefjahluta úr trjám. Yfirlit yfir heimildir fylgdi með, sem sýndi
hversu mikilvæg meðhöndlun sýna er fyrir mælingu.
Braziunas o.fl. (42) áætla að geymisáhrif hafsins, sem eru háð
breiddargráðum, geti valdið mismunandi 14C geislavirkni í and-
rúmsloftinu á suður- og norðurhvelinu. I ágripi sínu segja þeir að
ástæðan sé misjafn blöndunarhraði geislavirks kolefnis milli lofts
og sjávar eftir breiddargráðum, sem aftur er háður hitastigi, mun
á geislavirkni og geymisaldri sjávarins. Grootes (43) tók saman
yfirlit yfir ástæðurnar fyrir smávægilegu flökti í geislavirkninni í
andrúmsloftinu.
Á 14C ráðstefnunni í Glasgow 1994 var kynntur frekari sam-
anburður milli norður- og suðurhvelsins. Rannsóknirnar sýna
mjög eindregið að það er munur, en hann er breytilegur frá ein-
um tíma til annars, og einnig hefur komið í ljós að það hefur ekki
alltaf verið meiri geislavirkni á norðurhvelinu. Sparks o.fl. (44)
mældu m.a. trjáhringi frá 1335-1745 e. Kr. en fundu engan kerfis-
bundinn mun milli sýna frá Nýja Sjálandi og sýna frá norðurhveli
nema í mælingum á mjög stuttum tímabilum. Mjög lítil hætta er á
að kerfisbundna skekkju sé að finna í þessum mælingum.
Árið 1991 kynntu Barbetti o.fl. C-14 mælingar sínar á trjá-
hringjasamstæðu frá Tasmaníu. Elstu sýnin eru aldursákvörðuð
með trjáhringjatímatalsaðferð og tengdar nútímanum með sam-
svörunaraðferð (Wiggle matching) og þýska trjáhringjatímatal-