Skírnir - 01.04.2000, Side 164
158
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
SKÍRNIR
mannkynið fór af hirðingjastiginu fyrir þrjú þúsund árum og hóf
landbúnað, að nú á dögum skuli áburður notaður til að auka
sprettu í túnum, kynbætur séu stundaðar á kvikfé og jafnvel
gróðri í því skyni að auka magn og gæði landbúnaðarafurða,
landareignir séu girtar af með gaddavír, svo að gæslukostnaður
snarlækkar, og svo framvegis?12 Allt þetta gerðist, af því að eign-
arréttur myndaðist á jörðum. Ræktun tók þá við af rányrkju.
Eins og John Locke sagði: ,,[S]á, sem slær eign sinni á land með
vinnu sinni, minnkar ekki, heldur eykur sameiginleg föng mann-
kyns, því sá afrakstur, sem fæst af einni ekru ræktarlands og
gagnast mönnum til viðurværis, er - svo ég dragi nú heldur úr en
ýki - tíu sinnum meiri en sá afrakstur, sem fæst af ekru jafngóðs
lands, sem liggur ósáð í almenningi."13 Menn þurfa að vera býsna
kokhraustir til þess að fullyrða, að kunnátta okkar í fiskveiðum
geti alls ekki tekið framförum. Hvers vegna þyrftum við um alla
framtíð að vera föst á sama þekkingarstigi og nú? Vitaskuld er
hugsanlegt, og jafnvel líklegt, að við getum síðar meir ráðist í ein-
hvers konar hafbeit, til þess að fiskimið verði gjöfulli,14 stundað
kynbætur á fiskum í því skyni að auka vaxtarhraða þeirra, stærð
og bragðgæði og fundið nýja tækni til að girða af einstök haf-
svæði, til dæmis með hljóð- eða ljósbylgjum eða á annan hátt, svo
að þar sé beinlínis unnt að rækta fiskistofna.15 En menn leita ekki
af kappi að nýjum nýtingarkostum fiskistofna, nema þeir fái sjálf-
ir að eignast það, sem þeir kunna að finna, og það gera þeir ekki,
nema þeir eigi fiskistofnana í einhverjum skilningi. Hin lífræna
þróun á markaðnum, hin „tortímandi sköpun", er knúin áfram af
séreignarréttinum og sjálfsbjargarhvötinni. Embættismenn í op-
inberum stofnunum hafa á hinn bóginn ekki beinan hag af því að
endurbæta þau gæði, sem þeir eru settir yfir.
12 Sbr. Terry Anderson og P. J. Hill, „The Evolution of Property Rights: A Stu-
dy of the American West“ í Journal of Law and Economics (18. árg. 1975),
163-79.
13 John Locke, Ritgerð um ríkisvdld, þýð. Atli Harðarson (Hið íslenska bók-
menntafélag, Reykjavík 1986), §37, s. 76.
14 Michael Markels Jr., „Fishing for Markets. Regulation and Ocean Farming“ í
Regulation (1995), 73-79.
15 Sbr. Birgi Þór Runólfsson, „Fencing the Oceans. A Rights-Based Approach
to Privatizing Fisheries" í Regulation (1997), 57-62; Michael De Alessi, Fisb-
ingfor Solutions.